Færsluflokkur: Bloggar
22.12.2010 | 11:54
Yndislegt orð
Orðið "barnalingur" lýsir skemmtilega að þessi aldur sameinar bæði litla barnið og breytingu í átt til unglings. Hlýlegra orð en gæluorðið "krakkalingur" sem hefur verið notað án þess að vera skilgreining á aldurskeiði.
Kaupmenn stóla á barnalinga fyrir jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2010 | 16:22
Samningar upp á að Íslenskur efnahagur steindrepist eða bara drepist.
Fyrir ári bauð ríkistjórnin þjóðinni upp á frábæran samning að þeirra sögn sem hefði STEINDREPIÐ allt efnahagslíf og gert okkur að vinnuþrælum ESB næstu áratugina. Við gleyptum ekki við því.
Ári seinna er ríkistjórnin ólm að gera nýjan samning með vaxtakjörum og óvissuþáttum þar sem framförin frá fyrri samning felst í að núna DREPUMST við bara en vissulega hægar. Þjóðin á svo að trúa þvi að það sé mikið betra en að steindrepast. Ég vil hvorugan samninginn því útkoman er sú sama.
ÍSLENSKA ÞJÓÐIN RATAR ÚT Á BESSASTAÐI !!
Niðurlæging ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010 | 15:26
Steingrímur; Get hjálpað þjóðinni, en vil það ekki.
Hvaða lagalegt leyfi liggur fyrir að virða ekki niðurstöður kosninganna frá því 6.mars. Þjóðin hafnaði þá alfarið Icesave samningnum og allri ábyrgð. Erum við komin til gamla Sovét og þeirra stjórnunarhátta?
Þessi ríkistjórn er haldin sjálfeyðingarhvöt og líkar vel að almenningi líði illa og þeim fjölgi sem skorti flest.
Fyrstu orð Steingríms í viðtölum hafa yfirleitt verið: Munið hverjir kom okkur í þessa stöðu!!. Það sem hann segir ekki upphátt er; Ég er núna kominn í þá stöðu að geta hjálpað þjóðinni en ég vill það ekki, ég vil bara að þið munið hver kom okkur í þessa stöðu og vil að þjóðin hafi það enn verr -til að svala hefnarþorsta mínum". Steingrímur virðist vera veikur maður sem hugsar ekki um neitt nema sjálfan sig.
Hvers vegna spyrja fréttamenn ríkisstjórnina ekki spurninga sem skiftir máli að fá svör við og ræða?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 00:59
Það þarf skapandi huga til að finna auknar tekjuleiðir
Til að finna auknar tekjuleiðir sérstaklega í erfiðu árferði þarf skapandi huga, einlæga löngun og raunverulega umhyggju fyrir þeim sem málið varðar. Það þarf líka að leggja sig heilshugar fram, skoða vel og læra af öðrum sem hafa leyst slík mál með árangri. Dagur Eggerts upplýsir að Besti flokkurinn og Samfylkingin hafi "vandað mjög til samsetningar á þessum aðgerðum"- þetta þýðir: Við fundum enga lausn og leggjum því hærri skatta á borgarbúa.
Fjárkúgarar gera það sama þegar þá vantar peninga, því það krefst engrar hæfni af þeirra hálfu- það nægir að taka ákvörðun. Aukin skattheimta borgarinnar í þessum kringumstæðum er ekkert annað en fjárkúgun.
Besti flokkurinn og Samfylkingin þurfa ekki að fela fjárkúgun sína en lögbrjótar verða að "vanda mjög til samsetningar á sínum aðgerðum".
Til að finna auknar tekjuleiðir fyrir Reykjavíkurborg mætti hafa samkeppni meðal almennings - góðar tillögur yrði verðlaunaðar með upphæð sem nemur t.d. 3% eða meira af þeirri tekjuaukningu sem næðist fyrir borgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 15:06
Stefna ríkisstjórnarinnar: Enga uppbyggingu - engar lausnir! Bara ESB
Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr: Enga uppbygging í landinu- engar lausnir!! Þetta markmið er í fullu í samráði við AGS og ESB þeir vita að það er eina leiðin til að brjóta niður óvilja meirihluta þjóðarinnar við að ganga í ESB.
Stefnan er að koma okkur sem flestum á vonarvöl, fátæktar og hungurs svo tryggt verði að þegar gengið verði til kosninga um aðild sé fólk svo illa statt að það telji sig eiga engra kosta völ annað en að kjósa með aðild. það er aðeins þegar ríkistjórnin óttast að þau séu að missa tökin og hætta á að stjórnin falli þá er í hvert skifti ákveðið að ÞYKJAST gera eitthvað fyrir almenning -aldrei kynntar lausnir aðeins er veittur frestur t.d. á fyrirhugðum rafrænum "aftökum" bankanna á heimilum og fyrirtækjum. Allar góðar og vel úthugsaðar tillögur til uppbyggingar sama hvaðan þær koma eru hundsaðar.
Hættum nú þegar karpi um fortíðina og hverjum er um að kenna, sameinumst frekar um að koma þessari stjórn svika og fláræðis burt!!
Engin verkáætlun kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 16:29
"Flutt verður leikritið Landsdómur"
Landsdómur er sjónarspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fundað var fram á sjöunda tímann í morgun og fundir eiga að hefjast aftur klukkan ellefu, segir í meðfylgjandi frétt. Lárusar Helgasona geðlæknir skrifar: "Ófullnægjandi svefn hefur margvísleg áhrif á líf okkar. Ef við náum ekki nema þriggja tíma svefni á sólarhring gera ýmis einkenni vart við sig, s.s. veruleg syfja, óþreyja og skert athygli. Ef svefninn verður enn styttri fer einnig að bera á sinnuleysi, áhugaleysi, þreytu og dómgreindarskorti."
Skilst að komist hafi verið að samkomulagi á Alþingi um mörg málefni undir mikilli tímapressu þegar unnið var fram undir klukkan sjö í morgun!
Er kjósendum boðið upp á ákvörðunartökur og samkomulag teknar af vansvefta fólki með dómgreindar- og athyglisskort af svefnleysi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 11:47
Ísland er að rísa á fætur eftir rothöggið!
Jón Ásgeir er maðurinn sem veitti Íslandi rothögg!! en nú er Ísland að ranka við sér og rísa á fætur.
Mikið er vísað til í bloggi þessa dagana: "Af aurum verður maður api" - kýs samt að snúa þessu við og segi: Aurarnir sýna hverjir eru apar. Eitt af því áhugaverða við peninga er þeir sýna og afhjúpa svo vel hver við erum sem manneskjur. Greinilegt að dýr jakkaföt segja ekki til um hver maðurinn er.
Guardian: Búið að birta stefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 23:38
Davíð þjóðnýtti Glitni úr höndum bankaræningja
Þagar leitað var til Seðlabankans um lán til bjargar Glitnisbanka leit Davíð Oddsson á innviði sjúklingsins og sá að honum var ekki viðbjargandi, hann sýndi þjóðinni þau heilindi að neita bankanum um lán og það hugrekki að þjóðnýta bankann - sem var það eina rétta, í samræmi við: Sverð réttlætis er gagnlaust í hendi hugleysinga -
Fyrir það að þjóðnýta bankann var gerð aðför að Davíð Oddsyni, allt gekk út að hann hefði komið Glitni á hné. Raunveruleikinn er allur annar eins og flest allir vita og þingfest var í NY í dag: " Segir í málsskjölunum að hrun Glitnis árið 2008 megi að stórum hluta rekja til viðskipta Jóns Ásgeirs".
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
2.5.2010 | 10:25
Nýr málsvari barna? - vonandi.
Þar sem Kári Sturluson myndugur og skeleggur í skrifum hefur lyft penna til varnar fjölskyldum og börnum fyrir kosningaáróðri hvað varðar úthlutun á gefins pulsum til barna og foreldra þá hvet ég hann eindregið að beita sér af alvöru sem málsvari barna.
Þá á ég við að hann noti hæfileika sína og samkennd til að skrifa ríkisstjórninni bréf og geri þeim grein fyrir hrikalegum afleiðingum af aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar fyrir börn landsins, þúsundir heimila eiga ekki fyrir mat og þeim fjölgar því miður með hverjum mánuði börnunum sem fá lítinn sem engan mat heima hjá sér af því það er engin matur til hvorki pulsur eða annar matur -tómir skápar!!!
Ég treysti því að Kári haldi áfram að vera málsvari barna og hlakka til að lesa bréf hans til ríkisstjórnarinnar.
Sömuleiðis ætti Bubbi að nota krafta sína í þarfara en að vera tilbúinn að leggjast til sunds fyrir þá sem hafa komið stórum hluta þjóðarinnar á hungurmörk.
Ég myndi synda yfir Viðeyjarsundið og fara til Jóa," segir Bubbi Morteins í frétt á visir.is og á þar við Jóhannes í Bónus.
Veit ekki til þess að þeir séu neitt skyldir eins og Kári og Oddný er en miðað við skrif Bubba undanfarið og yfirlýsingar hans Bónusfeðgum til stuðnings þá mætti halda að Jói sé nýbúinn að ættleiða Bubba- nýji pabbi hans getur þó allavega boðið honum í mat - kannski pulsur?
Kvartar undan kosningaáróðri í sundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)