Nýr málsvari barna? - vonandi.

Þar sem Kári Sturluson myndugur og skeleggur í skrifum hefur lyft penna til varnar fjölskyldum og börnum fyrir kosningaáróðri hvað varðar úthlutun á gefins pulsum til barna og foreldra þá hvet ég hann eindregið að beita sér af alvöru sem málsvari barna.
Þá á ég við að hann noti hæfileika sína og samkennd til að skrifa ríkisstjórninni bréf og geri þeim grein fyrir hrikalegum afleiðingum af aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar fyrir börn landsins, þúsundir heimila eiga ekki fyrir mat og þeim fjölgar því miður með hverjum mánuði börnunum sem fá lítinn sem engan mat heima hjá sér af því það er engin matur til hvorki pulsur eða annar matur -tómir skápar!!!

Ég treysti því að Kári haldi áfram að vera málsvari barna og hlakka til að lesa bréf hans til ríkisstjórnarinnar.

Sömuleiðis ætti Bubbi að nota krafta sína í þarfara en að vera tilbúinn að leggjast til sunds fyrir þá sem hafa komið stórum hluta þjóðarinnar á hungurmörk.

„Ég myndi synda yfir Viðeyjarsundið og fara til Jóa," segir Bubbi Morteins í frétt á visir.is og á þar við Jóhannes í Bónus.

Veit ekki til þess að þeir séu neitt skyldir eins og Kári og Oddný er en miðað við skrif Bubba undanfarið og yfirlýsingar hans Bónusfeðgum til stuðnings þá mætti halda að Jói sé nýbúinn að ættleiða Bubba- nýji pabbi hans getur þó allavega boðið honum í mat - kannski pulsur?


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband