Færsluflokkur: Bloggar
14.4.2011 | 13:29
Jarðarsáttmáli er til - sýning var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur 2009
Jarðarsáttmáli Earth Carter til verndar jörðinni er til og var saminn af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Í nefndinni sat venjulegt fólk frá öllum heimshornum og öllum stigum þjóðfélagsins og lagði sitt af mörkum. Jarðarsáttmálinn var opinberlega kynntur á umhverfisráðstefnu UNESCO í Jóhannesarborg 2002.
Sýning um Jarðarsáttmálann var sett upp í Ráðhúsinu í Reykjavík 2009. Sáttmáli þessi var þýddur á islensku af samtökunum SGI á Íslandi og sýningar haldnar hér fyrir þeirra tilstilli.
Líkt og Mannréttindasáttmáli og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna voru gerðir til að tryggja réttindi allra jarðarbúa, er Jarðarsáttmálinn gerður í anda þeirra sáttmála með vernd jarðarinnar að leiðarljósi og um leið afkomu, réttlæti og velsæld allrar jarðarbúa. www.earthcharterinaction.org/content/
Jarðarsáttmálinn byggir á grundvallaratriðum sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir þurfa að tileinka sér að umhverfisvernd, mannréttindi, jöfn skipting gæða og friður séu allt þættir sem eru innbyrðis háðir og tengdir órjúfanlegum böndum.
Í Jarðarsáttmálanum segir meðal annars:
Við stöndum á tímamótum í sögu jarðar. Upp er runnin sú stund að mannkynið þarf að velja sér framtíð. Á sama tíma og veröldin tengist æ meir saman og verður brothættari, felur framtíðin í sér mikla áhættu en jafnframt stórkostlega möguleika. Á leið okkar til framtíðar þurfum við að horfast í augu við að þrátt fyrir stórkostlega menningarlega og líffræðilega fjölbreytni er mannkynið samt ein fjölskylda og jörðin eitt samfélag með sameiginleg örlög.
Við þurfum að taka höndum saman um að mynda sjálfbært samfélag á heimsvísu sem byggir á virðingu fyrir náttúrunni, mannréttindum, réttlátri skiptingu lífsgæða og friðarmenningu. Í þessu samhengi er brýnt að við, íbúar þessarar plánetu, göngumst við ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru, gangvart lífríkinu og komandi kynslóðum.
Móðir jörð fái réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hugrakkt fólk framkvæmir eftir sannfæringu sinn hvað er best fyrir alla en ekki við hvað það er hrætt. Hugleysingar segja yfirleitt alltaf já ef þeir halda að við ofurefli sé að étja.
Verst er þegar fólk heldur að það sé góðmennska að lúffa fyrir hræðsláróðri. Hvort gjörðir okkar eru góðmennska ákvarðast eingönguaf því hvort athafnir okkar leiða til framfara og hamingju- ef ekki þá skiftir engu þótt við höfum meint vel það var ekki góðmennska, þetta má sjá glöggt hvað varðar margar ákvarðannir í stjórnmálum.
NEI við Isavesamningnum mun verða þúfan sem veltir hlassi gjörspilltra bankastofnanna um allan heim. Það opnar allar leiðir til gæfu, framfara og hamingju. Ekki bara fyrir okkur sjálf heldur evrópu og allan heiminn.
Varar Íslendinga við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2011 | 18:54
Alskonar og margskonar framkvæmdir segir Jóhanna
Ríkissstjórnin ætlar að keyra með jólastemmningu í svona 10 daga. Loforð um að nóg verði af vinnu og mat eins og allir geta í sig látið. Fram að Icesave kosningu 9 apríl á að keyra með þá ímynd að góðæri sé í nánd til að fyrirbyggja að upplausn í kjarasamningum fjölgi enn frekar nei atkvæðunum.
Jóhanna segir að ekki sé hægt að fara út að nefna einstakar framkvæmdir - ekki hægt að spá hvað mörg störf skapast. Hún segir eins og í jólakvæðinu: "hvað það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá." Í raunveruleikanum er yfirleitt notast við útreikninga.
Þetta eru mjög mörg og viðamikil verkefni sem við erum að tala um, opinberar framkvæmdir margs konar. Við getum eiginlega ekki farið út í einstök atriði í þessu, segir Jóhanna.
Hér vantar ekkert upp á eftiröpun ríkistjórnarinnar á frægasta kosningaloforði Gnarr borgarstjóra.
Auka framkvæmdir um 50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2011 | 13:56
Er löglegt að nota atkvæði úr ógildri kosningu?
Þegar stjórnlagaþingskosningin var dæm ógild af Hæstarétti voru atkvæðin væntanlega líka dæmd ógild. Hvergi hefur komið fram í dómi Hæstaréttar að atkvæðin standi gild og nothæf og aðeins hluti kosningarinnar hafi verðið ógiltur.
Það hlýtur að vera brýnt að fá yfirlýsingu lögfróðra manna um þennan þátt dómsins.
Ríkistjórnin ætlar að nota atkvæðin úr ógildri kosningu - er það löglegt??
Ekki kosið til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2011 | 13:56
Gaf toppeinkunn rétt fyrir gjaldþrot
Moodys er dýrt pöntunarþjónustu fyrirtæki og ekkert mark á þeim takandi. Gaf Enron toppeinkunn rétt fyrir gjaldþrot.
Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2011 | 17:46
Þingið hræðist þjóðina og virkt lýðræði
Forsetinn hefur aðeins komið því til leiðar að þjóðin fái kost á að kjósa um Icesave III. Af hverju óttast þingmenn sína eigin kjósendur? Fólkið sem fyrir tilstilli lýðræðis kaus þau og kom þeim til valda. Stjórnarskráin felur í sér að þingmönnum ber að vinna að þjóðarhag og hagsæld allra í landinu með stjórnarskrána sem kyndill og vegvísi réttlætis og lýðræðis þess vegna er þar að finna þetta mikilvæga ákvæði um synjunarvald forsetans. Þingið krefst þess kinnroðalaust að stjórnarskránni sé breytt svo þingmenn geti lokað sig af í fílabeinsturni og aðhafst að vild laus við lýðræðiskröfur kjósenda. Krafan um afnám á synjunarvaldi forseta vísar til að þingmenn vilja óáreittir fyrir kjósendum geta tryggt sérhagsmuni sína og þeirra sem búa í fílabeinsturni á kostnað þjóðarinnar.
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.2.2011 kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2011 | 14:17
"Icesave - Áhættan er enn til staðar"
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Sigmund Davíð;" Icesave- Áhættan er enn til staðar". Þar reifar hann á skýran hátt forsendur og breytur sem allir ættu að kynna sér.
Það er létt að greina hverjir skrifa og tjá sig um Icesave af heilindum með umhyggju fyrir landi og þjóð sem útgangspunkt.
Birta fleiri gögn um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2011 | 11:16
Gleðifrétt
Mikil gleðifrétt að foreldrarnir eru búin að fá leyfi til að koma heim með son sinn.
Þeirra hamingja er einlæg hamingja okkar allra sem höfum fylgst með þessu máli
Þetta sérstaka mál sýnir hve mikilvægt er að hefja umræðu um staðgöngumæðrun, með velferð allra hlutaðeigandi í huga.
Litli drengurinn farinn frá Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 17:55
Hvaðan koma peningar í nýjar kosningar?
Jóhanna virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að ekki séu til peningar í ríkiskassanum til að framkvæma nýjar kosningar. Hún þarf að gefa þjóðinni skýringar á því hvaðan hún hyggst sækja fé. Í fréttum í gær var kynntur niðurskurður í menntakerfinu upp á hundruðu milljóna, af því að það eru ekki til peningar í ríkiskassanum.
Er hugsanlegt að kostnaðurinn af stjórnlagaþingi verði greiddur af þeim 19 milljörðum sem ESB leggur fram til "kynningarmála" á Íslandi? Forsætis- eða fjármálaráðherra hljóta að bera skylda til að greina hvaðan peningarnir verða teknir eða hvar á að skera niður í staðinn.
Það þarf að spyrja, hvað er svo kostnaðarsamt við ESB kynningu að það þurfi nítjánþúsundmilljónir í kynningastarf? - Það kaldhæðnislega er að það stendur ekki til að þýða yfir á íslensku Lissabon sáttmálann sem er eins og stjórnarskrá ESB.
Væri ekki nær að við þjóðin skoðuðum í sameiningu stjórnarskrá ESB heldur en að ráðast af offorsi og flumbrugangi á okkar eigin stjórnarskrá.
Aðal tilgangur með kosningum til stjórnlagaþings er að koma inn breytingum svo Ísland geti gengið í ESB án þess að það flokkist sem landráð.
ESB AÐILD ER ÚTRÁSARÆVINTÝRI ÍSLENSKU EMBÆTTIMANNAELÍTUNNAR.
ÖLL HEGÐUN OG TILSVÖR ERU NÁKVÆMLEGA EINS OG VAR HJÁ BANKA OG ÚTRÁSARMÖNNUM- ÚTKOMAN MUN VERÐA SÚ SAMA, ANNAÐ HRUN!
Biðst ekki afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.1.2011 | 18:54
Þvílíkt listaverk
RAX er tvímælalaust einn af allra fremstu og bestu ljósmyndurum í heimi.
Fiskistríð gegn stefnu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)