Hvaðan koma peningar í nýjar kosningar?

Jóhanna virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að ekki séu til peningar í ríkiskassanum til að framkvæma nýjar kosningar. Hún þarf að gefa þjóðinni skýringar á því hvaðan hún hyggst sækja fé. Í fréttum í gær var kynntur niðurskurður í menntakerfinu upp á hundruðu milljóna, af því að það eru ekki til peningar í ríkiskassanum.

Er hugsanlegt að kostnaðurinn af stjórnlagaþingi verði greiddur af þeim 19 milljörðum sem ESB leggur fram til "kynningarmála" á Íslandi? Forsætis- eða fjármálaráðherra hljóta að bera skylda til að greina hvaðan peningarnir verða teknir eða hvar á að skera niður í staðinn.

Það þarf að spyrja, hvað er svo kostnaðarsamt við ESB kynningu að það þurfi nítjánþúsundmilljónir í kynningastarf? - Það kaldhæðnislega er að það stendur ekki til að þýða yfir á íslensku Lissabon sáttmálann sem er eins og stjórnarskrá ESB.
Væri ekki nær að við þjóðin skoðuðum í sameiningu stjórnarskrá ESB heldur en að ráðast af offorsi og flumbrugangi á okkar eigin stjórnarskrá.
Aðal tilgangur með kosningum til stjórnlagaþings er að koma inn breytingum svo Ísland geti gengið í ESB án þess að það flokkist sem landráð.

ESB AÐILD ER ÚTRÁSARÆVINTÝRI ÍSLENSKU EMBÆTTIMANNAELÍTUNNAR.

ÖLL HEGÐUN OG TILSVÖR ERU NÁKVÆMLEGA EINS OG VAR HJÁ BANKA OG ÚTRÁSARMÖNNUM- ÚTKOMAN MUN VERÐA SÚ SAMA, ANNAÐ HRUN!


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Peningarnir koma frá mér m.a. og ég sé ekki eftir þeim

Kristbjörn Árnason, 28.1.2011 kl. 18:34

2 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Nú úr seðlabankanum sem "býr til nýja peninga!" hvaðan helduru að peningar komi yfir höfuð?!!!

Óskar Steinn Gestsson, 28.1.2011 kl. 18:49

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Það veitir þá ekki af myndarlegu framlagi frá þér Kristbjörn sem allra fyrst. Ríkisstjórnin barmar sér og sker niður til hægri og vinstri, vegna minnkandi innkoma langt undir öllum væntingum. Seðlabankinn býr ekki til peninga úr engu. þó það hafi verið reynt t.d. í Þýskalandi á stríðsárunum þurfi fólk "fulla tösku" af verðlausum peningum til að kaupa brauð.

Anna Björg Hjartardóttir, 28.1.2011 kl. 19:22

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhanna og Steingrímur hafa þetta á hreinu. Niðurskurður í þjónustu og greiðslum til aldraðra og öryrkja mun vissulega fækka þeim verulega. Þá mun ríkið spara sér töluverða peninga og ef það dugir ekki má alltaf skera örlítið meira þar.

Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 19:56

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

En ef þeir kunna ekki við að láta barnakennarann kosta þetta, má minnka aðeins styrki til atvinnufyrirtækja í útgerð og t.d. í landbúnaði.

Kristbjörn Árnason, 28.1.2011 kl. 20:14

6 identicon

Nafna, ég er 100% sammála þér! Það er hvorteðer sóað fé, sem fer í ESB ruglið því það er ekki langt í að almenningur í evrópu taki til höndum og felli þetta bandalag. Fólk er búið að fá ofaní kok og vill t.d. gamla gjaldmiðilinn sinn aftur, og lokuð landamæri svo að glæpagengin með fulla bíla af þýfi geti ekki horfið yfir í næsta land að selja þýfið!!!  (Við erum heppin að vera á eyju ;)

Trúið mér, miðað við kaupgetu hefur venjulegt fólk í evrópu það ekkert betra en við hér.

Ég kom loksins heim fyrir 4 árum eftir 30 ár í evrópu og Guð forði Íslandi frá því að flækjast inní þetta rugl. ESB er ekki eins í orði og á borði! Vitið þið að 1,00 evra í þýskalandi er í raun 0,78 evrucenta virði???  Talandi um að prenta peninga sem eru ekki til...... Takk nafna! Þú ert góður penni :)

anna (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:08

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvaðan koma peníngarnir? Nú auðvita úr okkar vasa, eins og peningarnir í ESB-ruglið, afskriftirnar sem við og afkomendur okkar eigum eftir að borga og öll hin gæluverkefnin. Og svo vill til að seðlabankastjórinn, sem sér um prentun peninganna fyrir ríkisstjórnina, er henni afar handgenginn.

Ragnhildur Kolka, 29.1.2011 kl. 15:29

8 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Ragnhildur, ríkissjóður er fjárvana en Jóhanna ætlar ekki að láta það hindra sig i að efna til nýrra kosninga. Ég vil vita hvar ríkið ætlar að seilast eftir aukafjárveitingu fyrir nýjum kosningum. Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stuttu að ekki væri möguleiki að ganga lengra til hjálpar skuldsettum heimilum og aukin niðurskurður til skólanna sýnir hvað staðan er alvarleg.

Í fullri alvöru velti ég fyrir mér hvort ESB borgi fyrir stjórnlagaþingskosningarnar af 19 milljarða framlaginu til Íslands? Icesaveskuldin er allt annað mál.

Anna Björg Hjartardóttir, 29.1.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband