Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2010 | 15:22
Súkkulaði bráðum lyfseðilskylt??
Vona í lengstu lög að ekki takist að sanna að súkkulaði sé orsök eða lækning við neinu. Ef það verður vísindalega sannað að súkkulaði sé lækning við einhverju t.d. þunglyndi þá verður það í raun lögum samkvæmt lyfseðilskylt.
En ef það verður sannað sem orsök fyrir hugsýki-geðveilu eða einhverju þaðan af verra, þá verður súkkulaði hugsanlega bannað ásamt öllu öðru sem er verið að banna þessa daganna. Það væri ljótan.
Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 14:21
Skinhelg Samfylking
Nú er ekki stætt á öðru en að Samfylkingin sem segist vera að vinna í að "hreinsa upp " eftir fyrri stjórn, geri núna hreint fyrir sínum dyrum varðandi fjárstyrki sem voru margfalt hærri en þau gáfu upp. Þau dreifu styrkjunum á margar kennitölur til að dylja slóðina- skinhelgin, undirferlið og ósannindin náði hámarki þegar þau yfir sig hneyksluð fóru í herferð gegn öðrum flokkum vegna hárra fjárstyrkja sem þeir þáðu. Sjálf þóttist Samfylkingin vera spillingarlaus flokkur og margir trúðu því - Þvílíkir lygamerðir og hræsnarar.
Skinhelgin er eini heilagleiki Jóhönnu.
Það er af nógu að taka: Framferði Samfylkingarinnar til að þóknast mestu fjárglæpamönnum Íslands.
Yfirhylming Jóhönnu með áframhaldandi eignarhaldi sömu manna í skuldsettustu fyrirtækjum heims- ef miðað er við höfðatölu þjóðarinnar.
Það þarf að þora að gera nýjar og góðar orsakir sem leiða okkur til gæfu. Réttlæti og hamingu er ekki hægt að koma á án baráttu og mikil hugrekkis -að trúa öðru er bara sjálfsblekking!
Jóhanna þarf að víka strax!!
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)