Ákvarðanir teknar af fólki með dómgreindar- og athyglisskort af svefnleysi?

Fundað var fram á sjöunda tímann í morgun og fundir eiga að hefjast aftur klukkan ellefu, segir í meðfylgjandi frétt. Lárusar Helgasona geðlæknir skrifar: "Ófullnægjandi svefn hefur margvísleg áhrif á líf okkar. Ef við náum ekki nema þriggja tíma svefni á sólarhring gera ýmis einkenni vart við sig, s.s. veruleg syfja, óþreyja og skert athygli. Ef svefninn verður enn styttri fer einnig að bera á sinnuleysi, áhugaleysi, þreytu og dómgreindarskorti."

Skilst að komist hafi verið að samkomulagi á Alþingi um mörg málefni undir mikilli tímapressu þegar unnið var fram undir klukkan sjö í morgun!
Er kjósendum boðið upp á ákvörðunartökur og samkomulag teknar af vansvefta fólki með dómgreindar- og athyglisskort af svefnleysi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband