Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2013 | 12:24
Sigur okkar allra.
Samgleðst Páli og Huldu, frásögn Páls hvernig honum hefur liðið var svo einlæg að það var hjartaskerandi að hugsa til þess að þau hjónin væru aðskilin síðustu æviárin. Því hoppaði hjartað af gleði að lesa þessa frétt af sigri þeirra, held að líkt sé farið með alla sem hafa fylgst með þessu máli. Sigur eins í góðum málum er í raun sigur okkar allra.
Mikilvægt er að fylgja þessum málaflokki eftir svo ekki falli allt í sama farið þegar umfjöllun fjölmiðla hættir.
Hjón fái að búa saman á Hrafnistu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2013 | 15:43
Frelsistorg eða Vinastræti.
Styður Mandela-torg í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.11.2012 | 12:17
Reglur Nóbelsnefndarinnar um val á friðarverðlaunahafa.
Vinnsluferli varðandi útnefningu á hugsanlegum Nóbels friðarverðlaunahöfum fer eftir ferli sem Nóbelsnefndin hefur strangar reglur um. Ein af þeim reglum er að þeir ákveða sjálfir hvert ár hvaða háskólastofnanir, ráð eða einstaklingar eiga að vera álitsgjafar og senda þeir sem valdir hafa verið inn tillögur fyrir viðkomandi ár. Þannig að ekki er hægt að ná árangri með því að mynda sjálfsprottna þrýstihópa eða undirskriftalista og senda á Nóbelsnefndina. Það er heldur ekki opinberlega gefið upp hverjir eru álitsgjafar. Ef svo vill til að það er sama manneskja sem er valin og undirskriftalistar hafa haft tillögu um þá er það vegna þessa að gildur álitsgjafi og þá væntanlega margir hafa verið sama sinnis. Eins er hugsað fyrir því að skifta árlega um álitsgjafa svo ekki myndist þrýstihópatengsl við álisgjafa.
Inn á meðfylgjandi tengli er ferlið útskýrt á aðgengilegan hátt, fróðleg lesning og einföld teikning sem útskýrir ferlið.
Þar fyrir utan eru eflaust margir sammála um að Malala þó mjög ung sé er verðug að fá friðarverðlaun Nóbels.
http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/nomination
Vilja að Malala fái Nóbelsverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að hreinsa líkamann af eiturefnum er ekki svo létt, en þekktar árangursríkar aðferðir eru til og að auki vel rannsakaðar. Chlorella sem er grænn þörungur og Spirulina blágrænn micro þörungur eru öflugust í þeim tilgangi vegna yfirburða magns af blaðgrænu auk annarra bráðhollrar samsetningar af vítamínum og steinefnum. Japanir eru vel að sér um þessi mál því þeir eru mjög á varðbergi gagnvart eiturefnum og geislunum. Þegar kjarnorkuslysið var í Fukoshima í fyrra þá kláraðist í Japan öll Chlorella og Spirulina, því fólk keypti þessi fæðuefni til að hreinsa líkamann eins og hægt væri af geislunum. Þessir tilteknu sérstöku þörungar búa yfir þeirri virkni að geta líka hreinsað úr líkamanum skordýraeitur og þungmálma. Fólk þarf Spirulina eða Chlorellu til að hreinsa út aukaefnin sem eru notuð við ræktun og geymslu á grænmeti og ávöxtum og öðrum "menguðum" matvælum.
Mikill fjöldi upplýsinga er til um Spirulína sem flokkast sem fæða. Það er eitt mest rannsakaða fæðubótarefni í heimi yfir 400 rannsóknir eins er um Chlorellu. Mikilvægt er að þörungarnir séu ræktaðir í ferskvatni með viðurkenningar um hreinleika -öruggast er að sniðganga villta þörunga.
"Heavy metal removal using chlorella
In Japan, interest in chlorella has focused largely on its detoxifying properties - its ability to remove or neutralize poisonous substances from the body. Chlorella has also been used to detoxify overexposure to pesticides and insecticides. "
"Lifestream Chlorella is highly abundant in unique phytonutrients and antioxidants that can offer protection against free radicals, toxins and pollutants in our air, water and food supplement.Chlorella is a food. As such, it is almost impossible to take too much chlorella."
Chlorella is a powerful detoxification aid for heavy metals and other pesticides. Numerous research projects in the U.S. and Europe indicate that chlorella can also aid the body in breaking down persistent hydrocarbon and metallic toxins such as mercury, cadmium and lead, DDT and PCB while Chlorela also strengthening the immune system response.
Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.1.2012 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hinn bóginn ef stjórnin fellur á komandi vikum þá muni Ólafur líklegast vilja beita sér óheftur af embættinu. Finnst fráleitt að hann hafi nokkurn vilja til að stofna stjórnmálaflokk eða ganga til liðs við aðra flokka og taka sæti á alþingi, það í raun ekki við hæfi eftir að hafa gegnt embætti forseta.
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2011 | 12:02
Trönuberjafræ í CC Flax, líka gagnleg gegn bjúg.
Inn á visir. is. lífið er myndband "léttist um 20 kíló".
Trönuber draga úr bólgum og krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2011 | 20:09
Þörungar eða hafragrjón í morgunmat.
Það væri gaman að vita hvað næringafræðingnum finnst t.d um gagnsemi fjallagrasa og ætihvannar - sem hafa í aldir verið notaðar til matar hér á landi en flokkast í dag sem fæðubótarefni samkvæmt reglugerðum þegar þau eru seld í hylkjum, en matur þegar þau eru í plastpoka. Gagnsemi þeirra verður að teljast ótvíræð hvernig sem þau eru skilgreind - aðalmálið er næringin og heilsuávinningar en ekki skilgreining á flokkun. Eins er um fjölda þörunga sem eru og hafa í aldir verið neytt vegna mikils næringagildis. Þörungar eins og Spirulína eru undirstaða að fæðukeðju jarðar og uppfullir af vítamínum, steinefnum, og blaðgrænu. Blaðgræna er oft nefnd "græna blóðið" vegna þess að uppbygging þess er keimlík hemaglobin sem flytur súrefni í blóðinu, blaðgræna eflir mjög súrefnisflutning í blóðinu. Sýnt hefur verið með reynslu manna að blaðgræna gagnast meðal margs annars afbragðsvel og fljótt við þynku vegna þessa eiginleika.
það sem er nýtt fyrir okkur getur verið aldahefð hjá öðrum þjóðum, Japanir t.d. borða þörungasúpu í morgunmat (Miso súpu) á meðan á Íslandi er hefð að borða hafragrjón. Er vit japana eitthvað minna en okkar? Held ekki, þó fæða þeirra sé okkur framandi. Þörungar eru fæða burtséð frá því að hægt er að kaupa þá í dósum, á sama hátt eru fjallagrös fæða þó svo að þau fáist líka í hylkjum, bláber eru einnig fæða en þau eru líka seld sem fæðubótarefni. Látum ekki umbúðirnar villa okkur sýn, plastpoki í kælihillu verndar hugsanlega næringarefnin illa. Lofttæmd dós gæti verið betri.
Tek undir með Steinari að mörg efnasamsett tilbúin vítamín gagnast líklega ekki eins og væntingar standa til.
Eflaust er það ástæðan fyrir miklum og auknum vinsældum lífrænna næringaefni. Sem dæmi er fólk víða um heim sem tekur reglulega Chlorellu sem er rík af blaðgrænu til að hjálpa líkamanum að hreinsa út skordýraeitur og aukaefni sem er sprautað á og í grænmeti og ávexti. Hljómar eins og öfugsnúin tilvera en þannig eru málin, ekki alltaf einföld, klippt eða skorin, við það þurfum við að búa. Vil því benda á að erfitt er að afgreiða næringa- og bætiefna mál með einföldun eða alhæfingum. Okkar eigið hygguvit, fræðsla og innsæi reynist oft besti leiðarvísirinn.
B-vítamín læknar ekki þynnku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 14:44
Til hamingju með titilinn!
Bjartasta von þjóðarinnar er þjóðin sjálf.
Mótmælandinn" er maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2011 | 11:48
Nýfrjálshyggjan er sami óskapnaðurinn þó hún sé iðkuð af ríkinu.
Evrópu-og evrusamstarfi er stofnað til að styrkja nýfrjálshyggju og yfirburði stóru fyritækjablokkanna á kostnað minni landa og minni rekstraraðila. Þetta skilur flest hægri fólk og alvöru jafnaðarmenn sem eru því á móti Evrópusambandinu eins og til þess er stofnað og ekki síst hvernig það hefur þróast í að verða járnhendi sem hamlar og stendur í vegi fyrir eðlilegum hagvexti og velsæld aðildarlandanna. Af einhverjum ástæðum líkar mörgu félagshyggjufólki afar vel við járnkrumlu og járntjald ESB, hörku þess og refsingar. Þeim líkar betur að embættismenn verði sælir og jafnvel forríkir í skjóli ríkisvalds sérréttinda og bitlinga sem þeir getur komist yfir og látið renna í eigin vasa og breytt reglugerðum sér í hag. Öll andúð þeirra beinist að frjálsu einkaframtak sem er eins og eitur í þeirra beinum.
Slík andúð er i raun paradox við eigin tilveru og skoðanir, samanber að allt logar af hneykslun þegar einkaframtakið er með markaðs- eða verðsamráð, fáir eins hneykslaðir og félagshyggjumenn. Það sem heimurinn í grunninn elskar við einkaframtak er að það er hægt að fara í samkeppni- frelsið, allir geta farið í blússandi frjáls samkeppni hver við annan.
En þrátt fyrir þetta rær félagshyggjufólk öllum árum að því aðkoma á einu risastóru einkaframtaki með markaðs- og verðsamráði og útiloka alla samkeppni. Þeir vilja koma á sem mestri ríkiseinokunarhyggju, sem vinnur gegn sköpun og framtaki einstaklingsins, það er einmitt ESB í megindráttum að gera líka. ESB er ekkert annað en nýfrjálshyggja í sinni verstu mynd sem útilokar alla utanaðkomandi þjóðir og alla innri samkeppni.
Nýfrjálshyggjan er sami óskapnaðurinn þó hún sé iðkuð af ríkinu afleiðingarnar fegrast ekki við það. Ríkið er ekki einhvert guðlegt yfirvald sem elskar alla og tryggir réttlæti, né deilir það út jöfnuði til þjóðarinnar.
Ríkið er ekkert án framtaks fólksins. Það er kjarninn í vel reknu ríkisvaldi, þess vegna verður þjóðinni, helst öllum að vera gert mögulegt í samvinnu og frjálsu framtaki að blómstra og skapa störf og hagnað sem fólk svo skilar til sameignar sjóðs þjóðarinnar, sem er ríkið. Fyrirtæki eru sköpuð af fólki sem vinnur þar og skapar verðmæti, allt snýst þetta um fólkið og ríkið á að þjóna fólkinu, þá verður hagkerfið í jafnvægi.
Ríkið á að vera eins og gott foreldri sem styður börnin sín til menntunar, tækifæra og hamingjuríks lífs svo þau verða fær um að leggja ríflega til samfélagsins af því sem þau hafa uppskorið hvort sem það er hæfni í einkaframtaki eða framlag vegna hæfileika sem skapa nauðsynleg verðmæti í uppeldi -menntun, heilbrigði, rannsóknum eða listum.
Félagshyggjuflokkarnir eiga að hætta að styðja einokunar nýfrjálshyggju án allrar samkeppni og fólk fjandsamleg bandalög. Forgangsverkefni er að draga umsóknina um ESB til baka! - ríkisstjórnin á að biðjast afsökunar og sýna þjóðinni þá virðingu að biðjast lausnar strax.
Sövndal gegn samkomulagi ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.12.2011 kl. 04:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.12.2011 | 17:03
Aðlögunarferli Íslands að ESB er siðlaus blekking.
Aðlögunarferli Íslands að ESB er siðlaus blekking. Ef við líkum þessu við að einstaklingur væri í samskonar aðlögunarferli, þá komin loks á leiðarenda á áfangastað eftir langt ferðalag t.d. til hinnar indælu Síberíu er hann spurður hvort hann vilji vera í Síberíu til frambúðar? Ef hann segir þá að hann sé ekki viss og vilji fá að kjósa um það verður hlegið mikið og hátt að ósk hans, þar sem það er ekkert flug frá Síberiu, það átti hann að vita þegar hann lagði af stað að farmiðinn gilti aðra leiðina - ekki heim!!
Stöðugt er reynt að halda á lofti að íslenska þjóðin geti haft áhrif hvort við endum í ESB eða ekki með því að kjósa þegar á leiðarenda verður komið. Það eru ósannindi!
Að fá að kjósa á leiðarenda er líka grátlegt aðhlátursefni - kosningaseðilinn fer beint í ruslafötuna, löngu búið að ákveða það. Ríkisstjórnin kallar ruslafötukastið; "Leiðbeinandi en ekki bindandi kosningaúrslit". Slík sýndarkosning á hvergi heima nema hún fari fram SORPU endurvinnslustöðvunum, kjósandinn stingur þá sjálfur seðlinum beint í sorpvinnslugám.
Tilkynnt er í heimsfréttum að lagalega skipan ESB verður breytt, nýjar hertar fjárlagareglur og refsingar, annars liðast ESB í sundur. Því á að draga umsóknina okkar strax til baka - hlýtur að vera lögbrot að halda umsókn um aðild áfram við þessar breyttu aðstæður. Við getum vel spjarað okkur upp á eigin spýtur og frekar hugnast mér að Ísland sé í þeirri aðstöðu að veita öðrum þjóðum liðsinni en þiggja endalausa styrki frá evrópusambandinu.
Tilraun til samkomulags 27 ríkja fjarar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)