Aðlögunarferli Íslands að ESB er siðlaus blekking.

Aðlögunarferli Íslands að ESB er siðlaus blekking. Ef við líkum þessu við að einstaklingur væri í samskonar aðlögunarferli, þá komin loks á leiðarenda á áfangastað eftir langt ferðalag t.d. til hinnar indælu Síberíu er hann spurður hvort hann vilji vera í Síberíu til frambúðar? Ef hann segir þá að hann sé ekki viss og vilji fá að kjósa um það verður hlegið mikið og hátt að ósk hans, þar sem það er ekkert flug frá Síberiu, það átti hann að vita þegar hann lagði af stað að farmiðinn gilti aðra leiðina - ekki heim!!

Stöðugt er reynt að halda á lofti að íslenska þjóðin geti haft áhrif hvort við endum í ESB eða ekki með því að kjósa þegar á leiðarenda verður komið. Það eru ósannindi!
Að fá að kjósa á leiðarenda er líka grátlegt aðhlátursefni - kosningaseðilinn fer beint í ruslafötuna, löngu búið að ákveða það. Ríkisstjórnin kallar ruslafötukastið; "Leiðbeinandi en ekki bindandi kosningaúrslit". Slík sýndarkosning á hvergi heima nema hún fari fram SORPU endurvinnslustöðvunum, kjósandinn stingur þá sjálfur seðlinum beint í sorpvinnslugám.

Tilkynnt er í heimsfréttum að lagalega skipan ESB verður breytt, nýjar hertar fjárlagareglur og refsingar, annars liðast ESB í sundur. Því á að draga umsóknina okkar strax til baka - hlýtur að vera lögbrot að halda umsókn um aðild áfram við þessar breyttu aðstæður. Við getum vel spjarað okkur upp á eigin spýtur og frekar hugnast mér að Ísland sé í þeirri aðstöðu að veita öðrum þjóðum liðsinni en þiggja endalausa styrki frá evrópusambandinu.


mbl.is Tilraun til samkomulags 27 ríkja fjarar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afbragðs pistill Anna Björg,ég ætla að fá að setja hana á Facebook. Góð samlíking hjá þér með Síberíu,einn af mínum,fáu (um 100) vinum,vill endilega kíkja í "pakkann." Þessir styrkir verka líka illa á mig. M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2011 kl. 17:56

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk Helga mín, þú ert frábær málsvari Íslands á blogginu.

Anna Björg Hjartardóttir, 9.12.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Anna Björg góð samlíking. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband