Ólafur hefur reynst sannur þjóðhöfðingi og sýnt þjóðinni ómælda umhyggju.

Framar öðru held ég að Ólafur vilji bíða átektar og sjá hvort stjórnin heldur velli fram undir forsetakosningar. Ef stjórnin heldur og nægjanlega fjölmenn áskorun berst frá þjóðinni þá mun hann gefa kost á sér til að geta beitt málskostsrétti forsetans til þjóðarinnar. Ólafur hefur reynst sannur þjóðhöfðingi, sýnt visku afburða kennara og hugrekki eins og umhyggjusamt foreldri, það hefur verið okkar gæfa.
Á hinn bóginn ef stjórnin fellur á komandi vikum þá muni Ólafur líklegast vilja beita sér óheftur af embættinu. Finnst fráleitt að hann hafi nokkurn vilja til að stofna stjórnmálaflokk eða ganga til liðs við aðra flokka og taka sæti á alþingi, það í raun ekki við hæfi eftir að hafa gegnt embætti forseta.
mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þjóðhöfðingi hverra?

Braskaranna?

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2012 kl. 15:39

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þjóðin, venjulegt fólk og komandi kynslóð sem reynt var ítrekað að koma skuldaábyrgð Icesave á er EKKI braskara, það veist þú jafnvel og við hin.

Anna Björg Hjartardóttir, 3.1.2012 kl. 17:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Anna. Ólafur er okkar maður á móti ger spilltri stjórnmennsku okkar!

Sigurður Haraldsson, 3.1.2012 kl. 21:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með ykkur,Anna og Sigurður. Allur Krata skarinn er eins og fölnuð rós við hliðina á Ólafi Ragnari Grimssyni. Skartar flokksmerki þeirra enn þá rósinni?

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2012 kl. 01:08

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk fyrir innlitið Sigurður og Helga, varðandi Kratarósin þá er sýnist manni ekkert eftir nema þyrnarnir.

Anna Björg Hjartardóttir, 4.1.2012 kl. 10:23

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er meira hrósið sem þið hlaðið á Ólaf.

Hvað skyldi sagan segja um þessa atburði þegar fram líða stundir? Ætli næstu kynslóðir eigi auðvelt með að átta sig á einfeldninni gagnvart gjörspilltum braskaralýð sem fékk forsetann í lið með sér?

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband