Þörungar eða hafragrjón í morgunmat.

Það væri gaman að vita hvað næringafræðingnum finnst t.d um gagnsemi fjallagrasa og ætihvannar - sem hafa í aldir verið notaðar til matar hér á landi en flokkast í dag sem fæðubótarefni samkvæmt reglugerðum þegar þau eru seld í hylkjum, en matur þegar þau eru í plastpoka. Gagnsemi þeirra verður að teljast ótvíræð hvernig sem þau eru skilgreind - aðalmálið er næringin og heilsuávinningar en ekki skilgreining á flokkun. Eins er um fjölda þörunga sem eru og hafa í aldir verið neytt vegna mikils næringagildis. Þörungar eins og Spirulína eru undirstaða að fæðukeðju jarðar og uppfullir af vítamínum, steinefnum, og blaðgrænu. Blaðgræna er oft nefnd "græna blóðið" vegna þess að uppbygging þess er keimlík hemaglobin sem flytur súrefni í blóðinu, blaðgræna eflir mjög súrefnisflutning í blóðinu. Sýnt hefur verið með reynslu manna að blaðgræna gagnast meðal margs annars afbragðsvel og fljótt við þynku vegna þessa eiginleika.

það sem er nýtt fyrir okkur getur verið aldahefð hjá öðrum þjóðum, Japanir t.d. borða þörungasúpu í morgunmat (Miso súpu) á meðan á Íslandi er hefð að borða hafragrjón. Er vit japana eitthvað minna en okkar? Held ekki, þó fæða þeirra sé okkur framandi. Þörungar eru fæða burtséð frá því að hægt er að kaupa þá í dósum, á sama hátt eru fjallagrös fæða þó svo að þau fáist líka í hylkjum, bláber eru einnig fæða en þau eru líka seld sem fæðubótarefni. Látum ekki umbúðirnar villa okkur sýn, plastpoki í kælihillu verndar hugsanlega næringarefnin illa. Lofttæmd dós gæti verið betri.

Tek undir með Steinari að mörg efnasamsett tilbúin vítamín gagnast líklega ekki eins og væntingar standa til.
Eflaust er það ástæðan fyrir miklum og auknum vinsældum lífrænna næringaefni. Sem dæmi er fólk víða um heim sem tekur reglulega Chlorellu sem er rík af blaðgrænu til að hjálpa líkamanum að hreinsa út skordýraeitur og aukaefni sem er sprautað á og í grænmeti og ávexti. Hljómar eins og öfugsnúin tilvera en þannig eru málin, ekki alltaf einföld, klippt eða skorin, við það þurfum við að búa. Vil því benda á að erfitt er að afgreiða næringa- og bætiefna mál með einföldun eða alhæfingum. Okkar eigið hygguvit, fræðsla og innsæi reynist oft besti leiðarvísirinn.


mbl.is B-vítamín læknar ekki þynnku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband