31.3.2011 | 18:54
Alskonar og margskonar framkvæmdir segir Jóhanna
Ríkissstjórnin ætlar að keyra með jólastemmningu í svona 10 daga. Loforð um að nóg verði af vinnu og mat eins og allir geta í sig látið. Fram að Icesave kosningu 9 apríl á að keyra með þá ímynd að góðæri sé í nánd til að fyrirbyggja að upplausn í kjarasamningum fjölgi enn frekar nei atkvæðunum.
Jóhanna segir að ekki sé hægt að fara út að nefna einstakar framkvæmdir - ekki hægt að spá hvað mörg störf skapast. Hún segir eins og í jólakvæðinu: "hvað það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá." Í raunveruleikanum er yfirleitt notast við útreikninga.
Þetta eru mjög mörg og viðamikil verkefni sem við erum að tala um, opinberar framkvæmdir margs konar. Við getum eiginlega ekki farið út í einstök atriði í þessu, segir Jóhanna.
Hér vantar ekkert upp á eftiröpun ríkistjórnarinnar á frægasta kosningaloforði Gnarr borgarstjóra.
Auka framkvæmdir um 50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held því miður, að maður verði að taka atvinnuaukningarloforðum frú Jóhönnu með fyrirvara ? Þessi tímasetning yfirlýsingar hennar "korteri" fyrir kjördag er einum of Jóhönnu-leg fyrir minn skilning. Skelfing er mat þeirra skötuhjúa, Jóhönnu og Steingríms J., á þegnum þessa lands, ef þau halda, að fólk trúi þessu eins og nýju neti ?
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 31.3.2011 kl. 19:39
Leiðr.: mat þeirra skötuhjúa les: mat þeirra skötuhjúa, Jóhönnu og Steingríms J., lágt á þegnum.....
Kristján P. Gudmundsson, 31.3.2011 kl. 19:43
Jóhanna er því miður ekki kona orða sinna.
Anna Björg Hjartardóttir, 31.3.2011 kl. 20:30
Satt segið þið...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.3.2011 kl. 21:19
Einmitt,það er sjálfvirk stöð í heilanum,sem minnir á kækinn hennar,æ-i hún var nú alin þarna upp.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2011 kl. 21:37
Bara það að landa og fullvinna fisk hérna á Íslandi gæti skilað yfir 1000 störfum... En það má víst ekki..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2011 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.