Íslenska þjóðin yrði "pakkagjöf" á sifurfati til ESB.

Aðildar aðlögun krefst viðræðna og eftirlits ESB hvernig gengur með reglugerðarbreytingar, ekki vegna þess að verið sé að semja um neitt því allir samningar við ESB eru sýndarsamningar og engar varanlegar undanþágur eru veittar. Aðeins tímabundin frestur svona smá tími til að átta sig á hvað gildir þegar inn í ESB er komið. Þetta veit Jón Bjarnason ráðherra því ætlar hann ekki að fara að kröfum ESB um reglugerðarbreytingar í fiskistjórnunarmálum íslendinga. Ekki að undra að allt er í uppnámi í Samfylkingunni og ESB því Jón tefur áframhald á endanlegri inngöngu Íslands, því ESB vill að sjálfsögðu ekki gefa fiskimiðin eftir, þar eru miklar tekjur að hafa.
Í ESB gildir að hlýta reglum ESB, viðurlög og refsingar við brot á reglum eru háar sektir eða bannfæringar. Það er ekki hægt að refsa okkur fyrir nein brot eða mótþróa fyrr en endanleg innganga er formlega tilkynnt, þá er ekkert elsku mamma! Sjáið Grikkland.

Aðildarferlið felst í að viðkomandi land aðlagar reglugerðir sínar og breytir að kröfum ESB, þegar því er lokið þá er tilkynnt að þjóð sé samþykkt sem aðildarland og við verðum ekki spurð á því stigi málsins. Þegar við erum komin á áfangastað á þá að fara að skoða og kjósa hvort við viljum vera þar sem við erum endanlega komin eftir langt "ferðalag". Nei þetta er farmiði aðra leið og of seint að fara í kosningar - enda er á borðinu að þjóðarkosning á ekki að vera bindandi.

Þá verður heldur ekki farið að skoða í neina pakka - það eina sem gerist í pakkamálum er að viðkomandi þjóð hefur verið pakkað svo rækilega saman að hún getur sig hvergi hreyft nema eftir reglugerðarsamþykktum ESB. Við íslenska þjóðin í pakkaböndum yrði gjöf á sifurfati frá VG og Samfylkingunni til ESB. Mér er spurn eru verðlaun handa þeim sem færir ESB svo fengsælan auðlindapakka sem Ísland er: fiskimiðin, orkan, vatnið og lega landsins?


mbl.is Mögulegt að ljúka ferlinu 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna Björg.

Mjög áhugaverð og góð grein hjá þér.

Það er verið að draga okkur út í þvílíkt fúafen með þessum aildar- og aðlögunarviðræðum við þetta handónýta Stjórrnsýsluapparat spillingar og sóunar sem heitir ESB að hið hálfa væri nóg.

Skuldavafningurinn EVRA er auk þess að drepa niður atvinnulíf a.m.k. helmings aðildarþjóðana og koma þeim á vonarvöl atvinnuleysis og skuldakreppu !

Hvers vegna í veröldinni erum við í þessum viðræðum og þessum hráskinnsleik í blóra við stærstan hluta þjóðarinnar.

Þessi ESB umsókn hefur ekkert gert annað en að ala á úlfuð og sundurlyndisfjanda í þjóðfélaginu meðan að framfara mál sem þjóðin hefði getað sameinast um að koma í framkvæmd eru látin sitja á hakanum !

Þessi ESB umsókn og alvarlegar afleiðingar hennar eru einhver mestu stjórnsýslu mistök Íslandssögunnar, síðan íslenskar höfðingjasleikjur og drykkfelldur embættislýður skrifaði undir Gamla Sáttmála hér forðum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 17:17

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þetta er góð grein og ég hef alltaf sagt að þegar Jáið er komið hjá ESB mönnum þá er ekki aftur snúið. Menn fara strax á ESB þing sem áheyrnarfulltrúar og auðvita lobbíistar. Við höfum ekkert að segja með  restina enda eru stjórnar liðar búnir að ljúga að Brusselsmönnum að við viljum öll inn. Umsóknin sjálf segir it is our ''highest  concidderation'' að verða meðlimur .

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 17:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góð grein hjá þér Anna Björg. Það hefur oft verið fært í tal við mig,grunur um að þessi valdsstjórn fái ehv. meira en lítið fyrir þessa gjörð sína. Enda margir hér á sama máli og þess vegna kallað hana lands-sölustjórn. Ég er rosalega ánægð með Jón Bjarnason sá er ekki hræddur við valdboð frá E-inu. Ég vil stoppa þetta áður en þeir innbyrða ,,rauðuna,, úr gullegginu okkar. Mér reynist erfitt að sannfæra marga um að kosning hefur ekkert að segja. Fólk er ekki að fylgjast með,heldur að nóg sé að bíða og þá geti það sagt nei.  Við verðum að koma þessu vel á framfæri,út um allt.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2011 kl. 00:21

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Gunnlaugur og Valdimar takk fyrir innlitið og ykkar uppörvun.

Anna Björg Hjartardóttir, 19.11.2011 kl. 00:42

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Helga mín, svo innilega rétt hjá þér það verður að koma staðreyndum um ESB ferlið á framfæri sem víðast og tryggja að sem flestir nái því hvernig í pottinn er búið.

Anna Björg Hjartardóttir, 19.11.2011 kl. 00:51

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2011 kl. 02:20

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Anna Björg, þetta var ágæt grein hjá þér sem og oft áður. Tek undir með Jónu Kolbrúnu Garðarsdóttur og segi, sammála !

Beztu kveðjur að Norðan til ykkar allra, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.11.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband