Tugþúsundir Íslendinga eru nú þegar að nota þörunga sér til heilsubótar

Japanir og Nýsjálendingar eru langt á undan okkur í þessum málum. Þar hefur neysla og sala á t.d. smásæjum blágrænum þörungum tíðkast í tugir og hundruðu ára. Spirulina blágrænir þörungar innihalda t.d. 29 vítamín og steinefni og 18 aminósýrur, mikið járn og prótín. Spirulina er líka þekkt fyrir að vera öflugt gegn vírusum og bakteríum svo margir nota það til að sleppa við kvef og flensur yfir vetramánuðina. AstaZan rauðir þörungar eru yfirburða andoxunarefni. Til margra ára eru framsæknir og vel upplýstir Íslendingar búnir að vera að nýta þörunga sér til heilsubótar. Með því vinsælasta er Lifestream sem fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og líka Fríhöfninni.

Þörungar eru undirstaða að fæðukeðju jarðar svona ef einhvern langar til að fussa yfir að þetta sé allt húmbúkk eða söluprang- það má ekki gleymast að það er fæða sem heldur í okkur lífinu og afdrifaríkur þáttur í heilbrigði okkar. Þörungar halda áfram að vera fæða þó svo að þeir séu þurrkaðir og malaðir í duft eða steyptir í töflur.


mbl.is Þörungar gætu reynst þjóðinni milljarða virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Vert að minnast á að Spirulina er eitt mest rannsakaða fæðubótarefni í heimi og WHO hefur mælt með því sem ákjósanlegum næringarauka fyrir konur og börn. Gerðar hafa verið minnst 300-400 rannsóknir, sumar þeirra ritrýndar. Eins er líka fjöldinn allur af klínískum rannsóknum á sjávarkalkþörungum og rauðum þörungum. Svo það er úr miklu að moða af rannsóknum af því sem er í boði fyrir almenning.

Anna Björg Hjartardóttir, 19.10.2011 kl. 11:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Anna Björg. Takk fyrir góðan pistil, sem ég er algjörlega sammála.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2011 kl. 14:24

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef í nokkur ár tekið íslenskar þaratöflur svona af og til, virkilega góðar töflur....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2011 kl. 01:45

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég hefi líka neytt þörungataflna (ekki þó samfellt því að þær eru dýrar!) í rúman áratug. Það er engin spurning, að þær gera gagn, en neysluna á þörungum mætti gera hagkvæmari fyrir okkur, neytendur !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 26.10.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband