Lífræn bætiefnafæða i samanburði við ólífræn verksmiðjuframleidd vítamín

Í tilkynningunni er sagt að rannsóknin sé í raun ómarktæk, málið er því í raun fallið um sjálft sig og fréttin engin.
Á hinn bóginn er það staðreynd að það getur leitt til vanda þegar fólk tekur inn mikið af tilbúnum verksmiðjuframleiddum ólífrænum steinefna- og vítamín blöndum sem eru samsett á efnafræðistofum og verksmiðjuframleidd. Gjarnan sykurhúðað svona "ein tafla á dag". Þessar blöndur eru oft ódýrar sem er í sjálfu sér ágætt en vandinn er að þessi bætiefni skortir algerlega lífræna samverkandi næringareiginleika til að nýtast líkamanum til raunverulegra heilsubótar.
Vinsældir lífrænna næringaefna og svonefndra "ofurfæðuefna" er miklar í dag og aukast sífellt vegna þess að lífræn bætiefni tekur líkaminn upp sem fæðu og nýtir á réttan hátt og manni líður vel af þeim, Neytendur í dag eru margir vel upplýstir og vita vel um margþætta heilsufars ávinninga af lífrænum bætiefnum og líta því ekki við öðrum heilsubótarefnum en lífrænum.

Það er ekki möguleiki að búa til eftirlíkingu af hinu fullkomna jafnvægi lífrænna næringaefna. Bætiefnavörur sem eru merktar eins og: "Bioactive - organic - superfood", eru fæða og líkaminn tekur þau upp og nýtir sem fæðu, hvort sem þau eru duft, hylki, töflur eða fræ.

Heilsufarsbylting með tilkomu lífrænna ómengaðra fæðubótarefna er öllum til hagsældar og betra lífs.


mbl.is Vítamín tengd hærri dánartíðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....tilbúnum verksmiðjuframleiddum ólífrænum steinefna- og vítamín blöndum....

....lífræna samverkandi næringareiginleika....

....fullkomna jafnvægi lífrænna næringaefna....

....bioactive - organic – superfood....

 

Þvílíkt innitómt orðagjálfur, kona! Þú ert líklega í fæðubótar-business, seljandi fólki eitthvað sem það hefur enga þörf fyrir, kannski ekki heilsuspillandi, en tæmir pyngju fólks.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 17:15

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Geng að því vísu að fólk viti hvað lífrænar sameindir og þá einföldu staðreynd að það er fæða sem heldur lífinu í okkur öllum. Næringafræðingar benda á að mikilvægast er að fá sem mest af næringuna úr fæðinu þ.e. matnum okkar.

Lýsi er fæðubótarefni og ofurfæða, mulin fjallagrös í hyljum hafa lífræna samverkandi næringareiginleika, þörungar og Aloe Vera safar eru fæða og til mikilla heilsubótar. Þó einhverjir hafi ekki kynnt sér næringafræði þýðir það ekki að þar með sé næringafræði bull.

Haukur þú hefur greinilega ekki vit á málefninu.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.10.2011 kl. 19:02

3 identicon

Það skiptir engu máli hvaðan vítamín koma; hvort þau séu búin til í rannsóknarstofu eða dregin úr fæðu. Hið endanlega efni er nákvæmlega það sama, enda ákveðin efnasamsetning sem liggur til grundvallar. Þannig gildir einu hvort appelsína eða vísindamaður búi til C-vítamín, svo dæmi sé tekið. Að segja að vítamín sé ekki vítamín eða af minni gæðum vegna þess að það er búið til af mönnum en ekki náttúrunni er álíka mikil fáfræði og að segja að barn sé ekki barn eða af minni gæðum vegna þess að það hefur verið getið með glasafrjóvgun.

Þór Sindrason (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband