Hugleysingar segja yfirleitt alltaf já ef þeir halda að við ofurefli sé að étja

Hugrakkt fólk framkvæmir eftir sannfæringu sinn hvað er best fyrir alla en ekki við hvað það er hrætt. Hugleysingar segja yfirleitt alltaf já ef þeir halda að við ofurefli sé að étja.

Verst er þegar fólk heldur að það sé góðmennska að lúffa fyrir hræðsláróðri. Hvort gjörðir okkar eru góðmennska ákvarðast eingönguaf því hvort athafnir okkar leiða til framfara og hamingju- ef ekki þá skiftir engu þótt við höfum meint vel það var ekki góðmennska, þetta má sjá glöggt hvað varðar margar ákvarðannir í stjórnmálum.

NEI við Isavesamningnum mun verða þúfan sem veltir hlassi gjörspilltra bankastofnanna um allan heim. Það opnar allar leiðir til gæfu, framfara og hamingju. Ekki bara fyrir okkur sjálf heldur evrópu og allan heiminn.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur greinilega ekki kynnt þér samninginn og muninn á honum og því sem við tekur sé honum hafnað.. Nema þetta séu öfugmæli og beitt háð , sem mér svosem sýnist. Amk þegar þú segir að nei "opnar allar leiðir til gæfu, framfara og hamingju"!  :) Flott djók!

Auðvitað segi ég JÁ!

Soffía (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er alveg sláandi, hve margir Já-sinnar eru nafnleysingar ? Skyldi þetta stafa af hugleysi ? Anna Björg, ég mun fylgja þínu fordæmi og kjósa NEI !

Kv.: KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.4.2011 kl. 12:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ´Sæl Anna!Ég hef nú legið yfir þessu frá því sá ,,glæsti,, leit dagsins ljós. Það er glórulaust að samþykkja samnig,sem breytir fjárkúgun í skuld. Við skuldum þetta ekki og höfum aldrei gert. Svo kalla þeir þetta lán, þessir ráðnu samningamenn,sem eiga að gæta hagsmuna Íslendinga,þegar Bretar brjóta jafnræðisregluna,með vaxtaprósentunni. Fellum þetta,almenningur i Evrópulöndum bíður eftir að sjá hvaða töggur er í okkur frjálsbornum mönnum.Við eigum samherja út um víðan völl.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2011 kl. 12:20

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Það sem viðtekur ef samningurinn er samþykktur eru þættir eins í stendur gr10. 11 í samningnum: FALLIÐ FRÁ FRIÐHELGISRÉTTINDUM. Þar stendur meðal annars: "Hver endurgreiðsluaðili fellur frá og samþykkir einnig með óafturkræfum hætti að byggja ekki á slíkri friðhelgi til varnar sjálfum sér og eignum sínum." Þetta þýðir að við afsölum okkur öllum rétti til að fara með málið fyrir neina dómstóla hvað aðstæður sem gætu komið upp eða breytar forsendur, engin leið til að endursemja um neitt.

Sýnist mikill þörf á að þú sjálf kynnir þér samninginn. Nema það kæti þig að þín eigin þjóð afsali sér grundvallar réttindum samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Minni bara á Þorskastríðið sá sigur varð okkur til mikilla framfara og gæfu. íslendingar hafa eingöngu uppskorið virðingu annara þjóða, líka breta.

Hugleysingar reyna að afla sér velvild ofuraflsins til að losna við óttann en uppskera ekkert nema enn frekari vanvirðingu og fyrirlitingu.

Anna Björg Hjartardóttir, 9.4.2011 kl. 12:24

5 identicon

Já sinnar bera gríðarlega ábyrgð.

Þeir setja öll lagamál sem geta komið upp, í hendur mestu nýlenduþjóða í Evrópu. Breta og Hollendinga.

Það er bara persónulega mitt álit (og greinilega fleiri) að þetta fólk eru skræfur að gefast upp fyrir hótunum og ótta.

Þröstur Þráins (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:26

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk fyrir innlitið Kristján, Helga og Þráinn. Soffía alveg horfin- örugglega farið að kjósa Nei eftir að hafa lesið betur "glæsta" samninginn.

Eigið góðan dag.

Anna Björg Hjartardóttir, 9.4.2011 kl. 14:11

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Anna Björg. Takk fyrir athyglisverð skrif.

 Samningur sem viðurkennir bankarán háttsettra svikara á ekki rétt á sér í siðaðra manna samfélagi að mínu mati.

 Nú eru flestir búnir að kjósa og hafa vonandi valið siðaðra manna leiðina og sagt nei við bankaránum gjörspilltra og siðblindra-stýrðum vestrænum bönkum á eigum heiðarlegs almennings sem hefur unnið hörðum höndum fyrir því sem það á.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband