Húsnæðisvandinn fækkar fæðingum.

Fóstureyðingar hafa verið leyfðar af félagslegum og heilsufarslegum ástæðum í áratugi, efa stórlega að að það sé ástæðan fyrir fækkun fæðinga. Þessi mikla fækkun frá 2013 er líklega samsett af nokkrum þáttum húsnæðisvandans í landinu. Stærsta ástæðan er trúlega að mun erfiðara er að standast greiðslumat bankanna undanfarin ár og fólk getur því ekki stækkað við sig eða eignast eigið húsnæði. Margir hafa ekki efni á að leiga nema lítið húsnæði og það bitnar að sjálfsögðu á barneignum. Framhaldið gæti því orðið að að ungt fólk flytji í enn frekari mæli erlendis þar sem húsnæðivandi er ekki fyrir hendi á sama hátt og hér og auðvelt er að festa kaup á íbúðum og húsum. Við þetta er að bæta að mikið af ungu fólki sem ekki er í framhaldsnámi hér heima hefur þegar  flutt af landi brott sl. ár og ef ekki verða úrbætur mun ástandi líklega versna og enn fleiri neyðast til að flytja.  Bætur og félagslegar íbúðir ná ekki að leysa þennan vanda nema fyrir örfáa. Brýnt að ríkistjórnarflokkarnir kynni lausnir varðandi húsnæðisvandann með hraði og þá munu barneignir blómstra hér á ný sem aldrei fyrr.


mbl.is Frjósemi dregst saman á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Húsnæðisvandinn er ekkert meiri en hann hefur yfirleitt verið ef frá eru skildir þessir mánuðir fyrir hrun þegar allir gátu fengið lán og keypt. Það hefur aldrei verið auðvelt að eignast íbúð. Og það þarf svipað hlutfall af launum að fara í íbúðarkaupin og oftast hefur verið. En krafan virðist í dag vera nýtt einbýlishús í hjarta Reykjavíkur, helst gefins meðan hundruð íbúða í fjölbýlishúsum útkverfanna standa auðar og seljast ekki.

Jós.T. (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 13:38

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Leiguverð í hlutfalli við tekjur hefur náð aður óþekktum hæðum. Þúsundir íbúða eru í ferðamannaleigu og ekki í boði fyrir landann. Það var mun auðveldara að fá greiðslumat áður fyrr t.d keypti ég mína fyrstu íbúð 21 árs, í dag eru kröfur bankanna svo strangar að ungt fólk ræður ekki við kaup nema örfáir í úthverfum standa því auðar íbúðir. Ungt fólk er vissulega tilbúið að sætta sig við þrengri húsakost en það bætir ekki við barni í slíkum kringumstæðum.

Anna Björg Hjartardóttir, 23.4.2016 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband