23.3.2016 | 15:00
Afferma og skila fermingapeningunum?
Það er margt til í þessu hjá Hjalta, ferming sem er staðfesting á skírninni hreinsun syndabyrða ómálga barns er fyrir mörgum sérkennilegur gjörningur. En á fjórtánda árinu er þeim samt leyft að hafna skírninni eða staðfesta með fermingunni. Mín skoðun er að Hjalti þarf ekki að fá affermingu, hann getur bara sagt sig úr þjóðkirkjunni. Ef hann fær affermingu er réttmætt að hann skili þá um leið öllum fermingarpeningunum sem hann fékk, með fullum vöxtum til ættinganna og gjöfum skili hann líka - veit ekki hvort hann er jafn æstur í það eins og að affermast.
Telur fermingu sína ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefði einhver átt að benda Hjalta á það þessi tilskipun, sem hann vísar í, hefur EKKI lagagildi og því hefur það enga þýðingu að vísa í hana.
Jóhann Elíasson, 23.3.2016 kl. 19:14
Jóhann, af hverju segirðu að þessi tilskipun hafi ekki lagagildi?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2016 kl. 19:25
Ég geri fastlega ráð fyrir því að hann geti ekki skráð sig úr þjóðkirkjunni.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.3.2016 kl. 19:36
Hárrétt Jósef. Ég er skráður zúisti, löngu búinn að segja mig úr ríkiskirkjunni :)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2016 kl. 19:55
Tilskipun hefur EKKI lagagildiþví tilskipun er einungis útgefin af einum aðila og hefur ekki verið staðfest af alþingi eða öðru til þess bæru yfirvaldi. En ég geri heldur ekki ráð fyrir, miðað við fyrri orð Hjalta bæði á mínu boggi og annars staðar, að hann viti nokkurn skapaðan hlut um lög.
Jósef, ég get alveg skráð mig úr þjóðkirkjunni, ef ég hefði einhvern áhuga á því en ég sé ekki nokkra ástæðu þar til.
Jóhann Elíasson, 23.3.2016 kl. 21:14
>Tilskipun hefur EKKI lagagildiþví tilskipun er einungis útgefin af einum aðila og hefur ekki verið staðfest af alþingi eða öðru til þess bæru yfirvaldi.
Tilskipun var gefin út af einvöldum Danakoningi. Hann hafði löggjafarvald. Hvaða yfirvald þurfti að staðfesta þau lög?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2016 kl. 21:44
Hjalti Rúnar, þegar Ísland losaði sig frá Danmörku, varð Alþingi að staðfesta þær tilskipanir, sem konungur hafði gefið út svo þær öðluðust lagalegt gildi sauðurinn þinn.
Jóhann Elíasson, 23.3.2016 kl. 22:08
Jóhann, hvaðan fékkstu þá hugmynd?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2016 kl. 22:47
Ég þekki lögin greinilega mun betur en þú Hjalti.....
Jóhann Elíasson, 23.3.2016 kl. 23:32
Ósköp var Hjalti lengi ad velkjast um, med ferminguna á herdum sér. Sennilega lidid vítiskvalir med thetta á sálinni, allan thennan tíma. Get nú ekki ad thví gert, en finnst sem framganga Vantrúar í ýmsum málum jadri vid trúarofstaeki og thví taepast haegt ad tala um neina vantrú.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 24.3.2016 kl. 04:59
Er hægt að vera með ofurtrú á trúleysi?
Svo er það náttúrulega hárrétt nálgun. Ef ekki á að standa við gefin fyrirheit, skal endurgreiða stuðningsliðinu með áföllnum vöxtum og biðjast velvirðingar á að hafa haft þau að fíflum öll þessi ár.
Benedikt V. Warén, 24.3.2016 kl. 09:10
Sýnist að aðalinntakið í þessu hjá Hjalta sé að endurskoðað verði á hvaði aldri eigi að ferma börn. Sammála honum að þau eru flest of ung til að hafa gert upp hug sinn varðandi sínar lífsskoðanir á þessum aldri. Skilst að kirkjan hafi fundið upp fermingaathöfnina til hægt væri að taka yfir fyrri tíma manndómsvígslur, eða til að bjóða upp á eigin útgáfu. Í bíblíunni eru eingöngu fullorðið fólk sem tók skírn og börnin voru blessuð. Það liggur skiljanlega í eðli fólks að vilja blessa börnin sín og óska þeim velfarnaðar í lífinu. Það sem er gott er að í dag er boðið jafnframt upp á Borgaralegar fermingar sem njóta æ meiri vinsælda með hverju árinu, finnst þetta val af hinu góða.
Skemmtileg spurning sem þú leggur fram Bendedikt um ofurtrú á trúleysi.
Anna Björg Hjartardóttir, 25.3.2016 kl. 10:59
Jóhann, þú ert alltaf svo kurteis! Hver kenndi þér að tala svona fallega? Mamma þín?
"Hjalti Rúnar, þegar Ísland losaði sig frá Danmörku, varð Alþingi að staðfesta þær tilskipanir, sem konungur hafði gefið út svo þær öðluðust lagalegt gildi sauðurinn þinn."
En, annars, þá vitnaði Hjalti Rúnar í skrif lagaprófessorsins Sigurðar Líndal, En Hjalti sagði þetta á þínu bloggi:
"Málið er að þessi tilskipun eru lög sett af löggjafarvaldinu. Ekki stjórnsýslufyrirmæli, sett af framkvæmdarvaldinu. Orðið "tilskipun" var notað yfir lög sem Danakonungur setti þegar hann var einvaldur. Þetta eru lög.
Það er fjallað um þetta í kaflanum "Settur réttur" í bókinni Um lög og lögfræði eftir Sigurð Líndal. Þar er fjallað um þessar tilskipanir undir fyrirsögninni "Lög eldri en frá 1874". Svo skemmtilega vill til að Sigurður nefnir einmitt þessa tilskipun á nafn. Kaflinn endar á þessum orðum: "Fyrirmæli frá einveldisöld ber á sama hátt að virða sem lög. Þau voru öll runnin frá einveldiskonunginum beint eða óbeit." (bls 113)"
og svo vitnaði hann líka í LAGAsafn Alþingis þar sem þetta kemur fram:
"1. grein tilskipunarinnar um fermingar 1759 25. maí
"Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er kennarar þeirra leiða þeim fyrir sjónir og brýna fyrir þeim, og skynja eigi, hve þýðingarmikill sáttmáli sá er, er þau í fermingunni endurnýja og staðfesta."
Hérna geturðu lesið þessi lög: http://www.althingi.is/lagas/145a/1759255.html"
Jóhann, ert þú lögfróðari en Sigurður Líndal? hmm....
Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.