Enn ekki útséð hvort þetta er slæmt eða gott karma

Það að kveikt var í bíl Jóns Elíassonar sem vinnur sjálfboðastarf þá henda slæmir hlutir bæði gott fólk og miður gott fólk. Blaðamaður skrifar um slæmt karma Jóns, bendi því á að allt sem kemur fyrir okkur er ekki ekki endilega karma. Mikið frekar þá er karma okkar hvernig við bregðumst við atburðum og því sem fyrir okkur kemur og sagt er við okkur. Þannig getum við séð karmað okkar og hvernig við mótum líf okkar. Viðbrögð okkar hafa áhrif og atburðir spinnast út frá því og líf okkar mótast í farvegi. Orðið Karma þýðir vani og endurtekning og það skapar okkur örlög.

Til er góð frásögn af manni sem lenti í því að það kviknaði í húsinu hans og þegar hann stendur fyrir utan húsð sitt alelda og slökkvibílar að störfum kom nágranni og vottar honum samúð vegna þessara miklu ógæfu. Þá svaraði húseigandinn; Þakkað þér fyrir en hvort þessi bruni er ógæfa á eftir að koma í ljós, þvi að er algerlega undir mér sjálfum komið hvort það að missa húsið mitt verður mín gæfa eða ógæfa. Trúi því að Jón Elíasson muni skapa sér gott karma með viðbrögðum sínum og jákvæðum ákvörðunum þó einhver hafi kveikt í bílnum hans. Slæmir hlutir geta orðið til gæfu, þannig virkar lögmál orsaka og afleiðinga.

 


mbl.is Kveikt í bíl kertagerðarmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var ekki karma nema það hafi verið honum sjálfum að kenna.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2014 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband