Skýringamynd til að læra munin á venjulegum fæðingarblettum og krabbameini

Lofsvert að Kristín skuli segja sögu sína í fjölmiðlum um lítinn fæðingablett sem hefði getað kostað hana lífið.  Húðkrabbamein er lúmskt því ef það nær að breiðast út um líkamann eru lífslíkur litlar. Mikilvægt er að nota sólarvörn þó lofthiti sé lítill, kælandi vindur eða rok úti, skaðvænir sólargeislar lenda samt á húð okkar. Að reyna að ná sér í smá sólbruna til að fá meiri sólbrúnku, það eykur bara hættu á að fá húðkrabbamein fyrr eða síðar á ævinni.

Læt fylgja með einfalda en góða skýringamynd sem er auðkennd með stafrófinu. Myndin kennir okkur að sjá munin á venjulegum fæðingarblettum og þeim sem leynist krabbamein í.  Efri röðin eru eðlilegir fæðingarblettir, neðri röðin eru hættulegir blettir. Ef fólk er með slíka bletti verður það að láta athuga þá hjá lækni. Smellið á myndina þá verður hún stór.

Fæðingablettir - þekkja munin
mbl.is Krabbamein leyndist í litlum bletti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband