Ríkisábyrgð með veði í eigin þjóð var þeirra eina hugsjón.

Það er sama ríkistjórnin sem situr nú að völdum og sagði að íslenska ríkið gæti vel staðið undir Icesave kröfunum, þó erfitt yrði. Núna er ljóst að íslenska ríkið þarf ekki að borga þessar kröfur. Hvar eru þá þessir hundruðu miljarðar sem átti að nota til greiðslu Icesave þegar halda þarf uppi löggæslu í landinu?

Jóhanna, Steingrímur og öll ríkisstjórnin grétu úr sér augun og vöktu nætur til að tryggja hagsmuni breta og hollendinga. Að skaffa ríkisábyrgð með veði í eigin þjóð var þeirra eina hugsjón.


mbl.is Lögreglumenn vonsviknir og reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Með síðustu setningunni gerirðu þig ómarktæka Anna, svona tala bara kjánar .

Þar fyrir utan ertu að blanda saman óskyldum málum.

hilmar jónsson, 23.9.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

„Lítur fundurinn svo á að lögreglumenn hafi verið niðurlægðir af ríkisvaldinu enn og aftur eftir að hafa verið án kjarasamnings í nærri 300 daga." segir Snorri í fréttinni.

Er engan veginn að blanda óskyldum málum saman, en það má vera að það sé sárt að sjá aðgerðir og aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar í þessu ljósi raunveruleikans. Þú hefur reyndar rétt fyrir þér þau hafa aðra hugsjón líka sem er að koma okkur í ESB, takk Hilmar.

Anna Björg Hjartardóttir, 23.9.2011 kl. 19:47

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Anna Björg það eru margir á sömu skoðun. Eina takmark Ríkisstjórnarinnar hefur verið að fórna Þjóðinni fyrir ESB. Ríkisstjórninni virðist vera algjörlega sama um okkur Þegna sína og er það ljótt. Það er ekki eins og Þjóðin hafi ekki horft á Össur Steingrím eða Jóhönnu gera lítið úr Þjóðinni. Össur hefur komið fram eins og maður sem segist vita allt en hefur svo orðið að viðurkenna það að hann viti nú bara ekkert þegar til kastanna hefur komið. Steingrímur lagðist mjög lágt fyrir Bretum og Hollendingum í erlendum fréttum þegar hann lét það útúr sér að við Íslendingar ættum bara að borga Icesave, heimurinn væri ekki alltaf réttlátur...

Jóhanna fór svo alveg með það þegar hún lagðist svo lágt í að reyna að stoppa Icesave Þjóðaratkvæðagreiðslu með því segja að Íslendingar þyrftu ekki að fara og kjósa....

Það er til háborinnar skammar hvernig komið er fram við Lögregluna. Þetta eru aðilar sem við treystum á að hjálpi okkur ef við þurfum. Þetta eru aðilar sem þurfa að vera í mjög góðu jafnvægi í vinnu sinni og tilbúnir að mæta hverju sem er á hvaða tíma sem er og það er mjög mikilvægt að þessir aðilar geti verið til staðar fyrir okkur í Þjóðfélaginu. Til þess að geta verið heilshugar í vinnu sinni þá þurfa launamál að vera í lagi...

Mér persónulega finnst Ríkisstjórnin vera að nota sér góðvild þessara manna með því að vita að verkfallsrétt hafa þeir ekki og vegna þess þá hefur það verið allt í lagi að semja ekki og er það til háborinnar skammar...

Ég held að það sé komin tími á að þessi blessaða Ríkisstjórn viðurkenni að endurreisnin hennar hafi gjörsamlega mistekist og segi sig frá störfum strax...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þetta er svo rétt hjá þér Ingibjörg að það er til háborinnar skammar að þeir sem eru að bjóða sig fram til forystu og er ætlað að styrkja og hlúa að öllu samfélaginu skulu svíkja allt sem þeim er treyst fyrir. Fullkomið skeytingarleysi gagnvart allt og öllum hvort sem það er löggæslan, heilbrigðisgeirinn eða annað.

Það hljóta að verða þáttaskil núna og breytingar.

Anna Björg Hjartardóttir, 23.9.2011 kl. 22:28

5 identicon

Heil og sæl Anna Björg; sem og aðrir gestir, þínir !

Hilmar !

Rangt hjá þér; hvað varðar réttmæta skírskotun Önnu í niðurlagi, hennar ágætu hugvekju.

Er ekki; einmitt, kjánaháttur þeirra algjör, sem ekki komast upp úr plóg förum flokka dýrkunarinnar, Hilmar minn ?

Anna Björg !

Stattu; á þínu. Þú ferð hvergi; með nein skrök, í frásögu þinni, ágæti síðuhafi.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 03:46

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þakka þér góðar kveðjur og góð orð Óskar Helgi.

Anna Björg Hjartardóttir, 24.9.2011 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband