11.9.2011 | 14:47
Rangar tölur um raunverulegt atvinnuleysi?
Fínt að norðmenn hafi húmor og kunna að reikna á forsendum sem eru absúrd bull. Íslensk yfirvöld hafa ekkert ólíkan hátt á og gamansamir norðmenn þegar þau reikna og tilkynna tölur um atvinnuleysi.
Íslendingum hefur fjölgað t.d í Noregi sl. 3 ár frá ca. 2.200 í nær 6000 manns, við þetta bætast allir þeir sem hafa flutt annað vegna atvinnuleysis eða sækja vinnu erlendis án þess að hafa flutt ríkisfang sitt frá Íslandi . Þetta er ekkert annað en sjálfkrafa afskráning af atvinnuleysisskrá og er að því ég best veit aldrei tekið með í opinberar tölur. Hvert væri raun atvinnuleysi á Íslandi ef ekki væru svo margir brottfluttir? Allavega nauðsynlegt að skoða þá hlið mála stundum líka jafnframt atvinnuleysi þeirra sem enn búa hér.
Mikið atvinnuleysi sem afleiðing af efnahagshruninu er staðreynd, en ógæfa þjóðarinnar vegna viðvarandi atvinnuleysis er mestmegnis vegna áhuga- og aðgerðaleysi stjórnarinnar í framkvæmdum til atvinnuuppbyggingar. Nóg eru tækifærin.
Hvort hörmungar sem yfir menn dynja verður ógæfa fer eftir hvernig úr málum er unnið- það eru verkin sem tala, þau skapa von og bjartsýni ekki fínar ræður og loforð sem ekkert er að marka.
Fjölmiðar eru farnir að láta eins og atvinnuástandið sé bara eðilega þolanlegtog engin sérstök þörf á átaki, nema þegar kemur að þeim vanda hver á að framfleyta atvinnulausum þegar skráningartímabil þeirra rennur út. Íslenskur almenningur verður að fara að þora að standa með sjálfum sér og krefjast úrlausna.
Sjö milljarðar Íslendinga í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Opinberlega er viðurkennt að 15.000 manns séu fluttir síðan 2008. Út frá því geturðu reiknað. Mér skilst að þetta myndi gera 15-20% atvinnuleysi.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2011 kl. 16:23
Af hverju gera mennirnir þetta ekki sjálfir? Af hverju er þessi hugsanagangur að ríkisstjórnin sé einhver atvinnuveitandi. Örugglega eru margir harðánægðir að vera á atvinnuleysisbótum, og vinna ´svart´ bak við tjöldin. Eins og þú segir réttilega Anna Björg ´nóg eru tækifærin´ Það virðist vera það eina sem komist að sé að reisa álverksmiðjur á Bakka og Helguvík. Verkefni sem blessunarlega VG hefur tekist að koma í veg fyrir. Nær væri að rækta tómata í Steingrímshöllinni í Helguvík!! Þúsundir manna gætu fengið skemmtilega og holla vinnu við ilrækt td.
Björn Emilsson, 11.9.2011 kl. 16:59
Já ræktum okkar ávexti og grænmeti sjálf ekki flytja inn yfir hafið, spörum gjaldeyri og sköpum störf.
Sigurður Haraldsson, 11.9.2011 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.