Einkaeignaréttur eru mannréttindi samkvæmt yfirlýsingu SÞ

Ögmundur ætti að leiðrétta rangann samanburð í yfirlýsingu sinni um val á milli einkaeignaréttar annars vegar og mannréttinda hinsvegar. Samkvæmt Mannréttinda yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 þá er einkaeignaréttur mannréttindi.
17.greinin nr.1 fjallar um réttinn til að eiga einkaeign, þar segir; "Öllum skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra. 2.Engin skal að geðþótta sviptur eign sinni."
Það getur verið og er trúlegt að Ögmundur eigi sérstaklega við einkaeignarétt fyrirtækja og bankastofnana, það breytir þó engu um að réttur þessi er samþykktur sem mannréttindi.

Stjórnvöld hér hafa að geðþótta valið að leyfa óáreytt ólöglega einkaeigna svipting bankanna á heimilum fólks í stað þess að stjórnvöld sækji til saka þá sem rændu bankanna að innan.


mbl.is Evrópskir mótmælendur horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já þetta er laukrétt hjá þér Anna Björg.

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2011 kl. 22:30

2 identicon

Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr 59/1992 1. grein. Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagslegraþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi.

Og svo mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 25 grein, eiga allir rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskydu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félgagsleg þjónusta svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis,veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli, eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki gert við.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991, 1. grein. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.

Svitarfélögin hafa nú málefni fatlaðra á  sínum vegum.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 23:40

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2011 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband