Jarðarsáttmáli er til - sýning var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur 2009

Jarðarsáttmáli “Earth Carter” til verndar jörðinni er til og var saminn af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Í nefndinni sat venjulegt fólk frá öllum heimshornum og öllum stigum þjóðfélagsins og lagði sitt af mörkum. Jarðarsáttmálinn var opinberlega kynntur á umhverfisráðstefnu UNESCO í Jóhannesarborg 2002.
Sýning um Jarðarsáttmálann var sett upp í Ráðhúsinu í Reykjavík 2009. Sáttmáli þessi var þýddur á islensku af samtökunum SGI á Íslandi og sýningar haldnar hér fyrir þeirra tilstilli.

Líkt og Mannréttindasáttmáli og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna voru gerðir til að tryggja réttindi allra jarðarbúa, er Jarðarsáttmálinn gerður í anda þeirra sáttmála með vernd jarðarinnar að leiðarljósi og um leið afkomu, réttlæti og velsæld allrar jarðarbúa. www.earthcharterinaction.org/content/
Jarðarsáttmálinn byggir á grundvallaratriðum sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir þurfa að tileinka sér að umhverfisvernd, mannréttindi, jöfn skipting gæða og friður séu allt þættir sem eru innbyrðis háðir og tengdir órjúfanlegum böndum.

Í Jarðarsáttmálanum segir meðal annars:
„Við stöndum á tímamótum í sögu jarðar. Upp er runnin sú stund að mannkynið þarf að velja sér framtíð. Á sama tíma og veröldin tengist æ meir saman og verður brothættari, felur framtíðin í sér mikla áhættu en jafnframt stórkostlega möguleika. Á leið okkar til framtíðar þurfum við að horfast í augu við að þrátt fyrir stórkostlega menningarlega og líffræðilega fjölbreytni er mannkynið samt ein fjölskylda og jörðin eitt samfélag með sameiginleg örlög.
Við þurfum að taka höndum saman um að mynda sjálfbært samfélag á heimsvísu sem byggir á virðingu fyrir náttúrunni, mannréttindum, réttlátri skiptingu lífsgæða og friðarmenningu. Í þessu samhengi er brýnt að við, íbúar þessarar plánetu, göngumst við ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru, gangvart lífríkinu og komandi kynslóðum.“


mbl.is Móðir jörð fái réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl Anna ! allt er þetta þarft og snöggtum skemmtilegra viðfangsefni en pólitík.Það að vera til tekur á svo mörgum þáttum,smáum og stórum.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2011 kl. 16:32

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Svo sannarlega satt - mikið skemmtilegra en pólítískt þref yfir ríkisstjórn sem er út á köldum klaka með öll sín málefni, ha, ha.

Anna Björg Hjartardóttir, 14.4.2011 kl. 17:54

3 identicon

Því miður eru nú samt fyrirtæki eins og Monsanto og fleira borgað af USA og Bilderberg að nauðga jörðinni og almenningi haldið frá stærra samhengi þannig að mínu mati er svo sannarlega langt eftir í þessum efnum. Rannsakið þetta sjálf og ekki taka mig trúverðugan!

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband