22.4.2016 | 11:37
Húsnæðisvandinn fækkar fæðingum.
Fóstureyðingar hafa verið leyfðar af félagslegum og heilsufarslegum ástæðum í áratugi, efa stórlega að að það sé ástæðan fyrir fækkun fæðinga. Þessi mikla fækkun frá 2013 er líklega samsett af nokkrum þáttum húsnæðisvandans í landinu. Stærsta ástæðan er trúlega að mun erfiðara er að standast greiðslumat bankanna undanfarin ár og fólk getur því ekki stækkað við sig eða eignast eigið húsnæði. Margir hafa ekki efni á að leiga nema lítið húsnæði og það bitnar að sjálfsögðu á barneignum. Framhaldið gæti því orðið að að ungt fólk flytji í enn frekari mæli erlendis þar sem húsnæðivandi er ekki fyrir hendi á sama hátt og hér og auðvelt er að festa kaup á íbúðum og húsum. Við þetta er að bæta að mikið af ungu fólki sem ekki er í framhaldsnámi hér heima hefur þegar flutt af landi brott sl. ár og ef ekki verða úrbætur mun ástandi líklega versna og enn fleiri neyðast til að flytja. Bætur og félagslegar íbúðir ná ekki að leysa þennan vanda nema fyrir örfáa. Brýnt að ríkistjórnarflokkarnir kynni lausnir varðandi húsnæðisvandann með hraði og þá munu barneignir blómstra hér á ný sem aldrei fyrr.
Frjósemi dregst saman á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2016 | 15:00
Afferma og skila fermingapeningunum?
Það er margt til í þessu hjá Hjalta, ferming sem er staðfesting á skírninni hreinsun syndabyrða ómálga barns er fyrir mörgum sérkennilegur gjörningur. En á fjórtánda árinu er þeim samt leyft að hafna skírninni eða staðfesta með fermingunni. Mín skoðun er að Hjalti þarf ekki að fá affermingu, hann getur bara sagt sig úr þjóðkirkjunni. Ef hann fær affermingu er réttmætt að hann skili þá um leið öllum fermingarpeningunum sem hann fékk, með fullum vöxtum til ættinganna og gjöfum skili hann líka - veit ekki hvort hann er jafn æstur í það eins og að affermast.
Telur fermingu sína ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.12.2014 | 12:28
Enn ekki útséð hvort þetta er slæmt eða gott karma
Það að kveikt var í bíl Jóns Elíassonar sem vinnur sjálfboðastarf þá henda slæmir hlutir bæði gott fólk og miður gott fólk. Blaðamaður skrifar um slæmt karma Jóns, bendi því á að allt sem kemur fyrir okkur er ekki ekki endilega karma. Mikið frekar þá er karma okkar hvernig við bregðumst við atburðum og því sem fyrir okkur kemur og sagt er við okkur. Þannig getum við séð karmað okkar og hvernig við mótum líf okkar. Viðbrögð okkar hafa áhrif og atburðir spinnast út frá því og líf okkar mótast í farvegi. Orðið Karma þýðir vani og endurtekning og það skapar okkur örlög.
Til er góð frásögn af manni sem lenti í því að það kviknaði í húsinu hans og þegar hann stendur fyrir utan húsð sitt alelda og slökkvibílar að störfum kom nágranni og vottar honum samúð vegna þessara miklu ógæfu. Þá svaraði húseigandinn; Þakkað þér fyrir en hvort þessi bruni er ógæfa á eftir að koma í ljós, þvi að er algerlega undir mér sjálfum komið hvort það að missa húsið mitt verður mín gæfa eða ógæfa. Trúi því að Jón Elíasson muni skapa sér gott karma með viðbrögðum sínum og jákvæðum ákvörðunum þó einhver hafi kveikt í bílnum hans. Slæmir hlutir geta orðið til gæfu, þannig virkar lögmál orsaka og afleiðinga.
Kveikt í bíl kertagerðarmannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2014 | 18:47
Skýringamynd til að læra munin á venjulegum fæðingarblettum og krabbameini
Lofsvert að Kristín skuli segja sögu sína í fjölmiðlum um lítinn fæðingablett sem hefði getað kostað hana lífið. Húðkrabbamein er lúmskt því ef það nær að breiðast út um líkamann eru lífslíkur litlar. Mikilvægt er að nota sólarvörn þó lofthiti sé lítill, kælandi vindur eða rok úti, skaðvænir sólargeislar lenda samt á húð okkar. Að reyna að ná sér í smá sólbruna til að fá meiri sólbrúnku, það eykur bara hættu á að fá húðkrabbamein fyrr eða síðar á ævinni.
Læt fylgja með einfalda en góða skýringamynd sem er auðkennd með stafrófinu. Myndin kennir okkur að sjá munin á venjulegum fæðingarblettum og þeim sem leynist krabbamein í. Efri röðin eru eðlilegir fæðingarblettir, neðri röðin eru hættulegir blettir. Ef fólk er með slíka bletti verður það að láta athuga þá hjá lækni. Smellið á myndina þá verður hún stór.
Krabbamein leyndist í litlum bletti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2014 | 11:00
Skoðanna einræði í skjóli trúarbragða og pólitíkur verður dómsvald, engin þorir að hreyfa mótmælum því þá verða þeir líka grýttir.
Skoðannaeinræði í skjóli trúarbragða og pólitíkur verður auðveldlega að dómsvaldi og engin þorir að hreyfa mótmælum því þá verða þeir líka grýttir. Það er líklegasta ástæðan að engin kom konunni til varnar.
Í hverju þjóðfélagi þarf að standa vörð um frjáls skoðanna- og tjáskipti. Þannig að ekki myndist sýndar umburðalyndi sem er hrópað hástöfum um, en gildir svo eingöngu ef allir hafa sömu skoðun og hegðun og viðkomandi er þóknanleg. Varast þarf að fólk lendi í því að það sé úthrópað og "grýtt" ef það er á annarri skoðun og þannig komið í veg fyrir umræður.
Stöndum vörð um rétt okkar til að vera á öndverðum meiði um málefni og virðum tækifærin sem í því felast til framfara.
Lögreglan stóð aðgerðalaus hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2014 | 08:04
Kreppan að hopa og fólk þorir í verkföll
Verkfall vofir enn yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2014 | 13:47
Pallurinn er aðdráttarafl Húsavíkur
Auður pallur í stað Pallsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2014 | 14:39
Hægt að innbyrða steinselju á margan hátt.
Steinseljute gerir kraftaverk fyrir húðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.1.2014 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2013 | 14:54
Forsenda fyrir sjúkrahúsi er að þar séu læknar.
Frábært viðtal við Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni um að ekki dugi að fá nýja hlustpípu og hlaupaskó, hafi hann þökk fyrir. Landsmenn allir eiga sitt undir að heilbrigðiskerfið sé sjálft heilbrigt svo það geti aðstoðað sjúka, því er tímabært að almenningur fari einnig að láta í sér heyra og sýni heilbrigðisstarfsfólki stuðning í verki.
Hagsmunir lækna eru órjúfanlega hagsmunir okkar allra, í raunveruleikanum er orðið heilbrigðiskerfi bara heiti yfir þá markvissu samhentu vinnu og ákvarðanir sem starfsfólkið framkvæmir. Heilbrigðiskerfið eða sjúkrahús er í raun ekki til, ekki einu sinni að nafninu nema þar séu læknar og annað starfsfólk. Það er starfsfólkið og ekkert annað sem gerir heilbrigðiskerfið að raunveruleika, það gerir það með viðveru sinni, þekkingu, framkvæmd, samvinnu sín á milli og hjarta. Því er það að húsakynni, lækningatæki gömul eða ný, stefnur eða lagasetningar er til neins og merkingarlaust nema þar sé til staðar starfsfólk til að framkvæma og nýta tækin og húsakynnin.
Samþykktir beggja stjórnarflokkanna frá síðustu landsfundum þeirra er ánægjuleg lesning þegar kemur að velferðarmálum. Í stefnu flokkanna er samþykkt ályktun hjá báðum stjórnarflokkunum að heilbrigðisstarfsfólkið er undirstaða og hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins.
Samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 er orðrétt eftirfarandi: Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.
Samþykktir á Landsfundi Framsóknarmanna í heilbrigðismálum er í inntaki samhljóða Sjálfstæðisflokknum og orðrétt þessi:
Leggja ríka áherslu á að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felast fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.
Óumflýjanlegt er að það verður að halda í læknanna sem eru enn á Íslandi og semja við þá um hærri laun. Það er vel hægt þar sem sem fjöldi af stöðugildum eru ómannaðar og ekki þarf að greiða þeim læknum laun sem ekki eru starfandi. Heilbrigðisráðherra ber væntanlega ríkan vilja til að fylgja stefnu sins flokks sem hefur skilning á að grunnlausnin í heilbrigðiskerfinu er mannauðurinn. Flokkurinn hlaut kosningu í stjórn ekki síst vegna þessara samþykktar.Guðmundur Karl Snæbjörnsson skilgreinir vel raunveruleikann sem blasir við og bendir á að ekki muni takast að fá hæfa erlenda lækna til starfa hér, það hafi þegar verið reynt án árangurs og í óbreyttu ástandi segir hann eru enn fleiri læknar á förum.
Skora á almenning að flykkja sér saman um undirskriftarsöfnun með ákall um úrbætur til stjórnvalda.
Ný hlustpípa og hlaupaskór duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2013 | 01:26
Mávur rændi kjúklingabringu af matborðinu.
Passið vel matinn ykkar!
Þarf að skjóta mávana við Tjörnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)