Nýfrjálshyggjan er sami óskapnaðurinn þó hún sé iðkuð af ríkinu.

Evrópu-og evrusamstarfi er stofnað til að styrkja nýfrjálshyggju og yfirburði stóru fyritækjablokkanna á kostnað minni landa og minni rekstraraðila. Þetta skilur flest hægri fólk og alvöru jafnaðarmenn sem eru því á móti Evrópusambandinu eins og til þess er stofnað og ekki síst hvernig það hefur þróast í að verða járnhendi sem hamlar og stendur í vegi fyrir eðlilegum hagvexti og velsæld aðildarlandanna. Af einhverjum ástæðum líkar mörgu félagshyggjufólki afar vel við járnkrumlu og járntjald ESB, hörku þess og refsingar. Þeim líkar betur að embættismenn verði sælir og jafnvel forríkir í skjóli ríkisvalds sérréttinda og bitlinga sem þeir getur komist yfir og látið renna í eigin vasa og breytt reglugerðum sér í hag. Öll andúð þeirra beinist að frjálsu einkaframtak sem er eins og eitur í þeirra beinum.

Slík andúð er i raun paradox við eigin tilveru og skoðanir, samanber að allt logar af hneykslun þegar einkaframtakið er með markaðs- eða verðsamráð, fáir eins hneykslaðir og félagshyggjumenn. Það sem heimurinn í grunninn elskar við einkaframtak er að það er hægt að fara í samkeppni- frelsið, allir geta farið í blússandi frjáls samkeppni hver við annan.

En þrátt fyrir þetta rær félagshyggjufólk öllum árum að því aðkoma á einu risastóru einkaframtaki með markaðs- og verðsamráði og útiloka alla samkeppni. Þeir vilja koma á sem mestri ríkiseinokunarhyggju, sem vinnur gegn sköpun og framtaki einstaklingsins, það er einmitt ESB í megindráttum að gera líka. ESB er ekkert annað en nýfrjálshyggja í sinni verstu mynd sem útilokar alla utanaðkomandi þjóðir og alla innri samkeppni.

Nýfrjálshyggjan er sami óskapnaðurinn þó hún sé iðkuð af ríkinu afleiðingarnar fegrast ekki við það. Ríkið er ekki einhvert guðlegt yfirvald sem elskar alla og tryggir réttlæti, né deilir það út jöfnuði til þjóðarinnar.

Ríkið er ekkert án framtaks fólksins. Það er kjarninn í vel reknu ríkisvaldi, þess vegna verður þjóðinni, helst öllum að vera gert mögulegt í samvinnu og frjálsu framtaki að blómstra og skapa störf og hagnað sem fólk svo skilar til sameignar sjóðs þjóðarinnar, sem er ríkið. Fyrirtæki eru sköpuð af fólki sem vinnur þar og skapar verðmæti, allt snýst þetta um fólkið og ríkið á að þjóna fólkinu, þá verður hagkerfið í jafnvægi.

Ríkið á að vera eins og gott foreldri sem styður börnin sín til menntunar, tækifæra og hamingjuríks lífs svo þau verða fær um að leggja ríflega til samfélagsins af því sem þau hafa uppskorið hvort sem það er hæfni í einkaframtaki eða framlag vegna hæfileika sem skapa nauðsynleg verðmæti í uppeldi -menntun, heilbrigði, rannsóknum eða listum.

Félagshyggjuflokkarnir eiga að hætta að styðja einokunar nýfrjálshyggju án allrar samkeppni og fólk fjandsamleg bandalög. Forgangsverkefni er að draga umsóknina um ESB til baka! - ríkisstjórnin á að biðjast afsökunar og sýna þjóðinni þá virðingu að biðjast lausnar strax.


mbl.is Sövndal gegn samkomulagi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Orð í tíma töluð og góð ábending til félagshyggjufólks sem stjórna landinu núna,Anna Björg (-:

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2011 kl. 15:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég skil ekki þetta slagorð nýfrjálshyggja. Mér finnst þú vera að tala um einokun og glæpastarfsemi. Ég sé enga tengingu á milli slíks og frjálshyggjunnar sem mér finnst þú annar aðhyllast. Mér finnst pilsfaldakapítalismi betra hugtak þar sem hreinni glæpastarfsemi sleppir.

Halldór Jónsson, 11.12.2011 kl. 16:12

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Er reyndar ekki að tala máli nýfrjálshyggju - bendi á það sem þú sérð Halldór sjálfur eins og flestir öfugmælin og það að glæpurinn er ekki minni þó hann sé framin af ríkinu eða einkaframtaki. Þetta "fína" nýyrði sýnist mér í framkvæmd felast í að sölsa eins miklu og hægt er undir sjálfan sig og skeyta ekkert um afleiðingarnar af slíku. Sé ekki betur en að ríkisstjórnin stundi þessa stefnu á fullu með fullkomnu skeytingarleysi varðandi kjör fólks og beitir niðurskurði þar sem síst má við.

Helga það er það sem mér finnst félagshyggjan má líta sér nær og sjá hvað þau eru að framkvæma- þvert á loforð sín.

Með kveðju.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.12.2011 kl. 16:42

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Takk fyrir góða grein ... það er þetta með óheft einkaframtak. Menn hafa deilt um það og að hve miklu leyti eigi að sníða því þröngan stakk með lagaramma. Ég held að við getum verið nokkuð sammála um að það sé röng greining að kenna hrunið við nýja eða gamla frjálshyggju. Hegningarlögin duga vel á það sem hér gerðist.

En það sem sósíalistar, kommúnistar, marxistar ... félagshyggjufólk er í raun að boða er að það sé sko miklu betra og öruggara fyrir alla að hafa bara einn stóran arðræningja. Þá náist fram hið langþráða félagslega réttlæti. 

Þess vegna voru gjarnan birtar myndir af félaga Stalín með ungbarn í fanginu á meðan Bería og hinir kónarnir voru að skjóta smábændur á Rússnesku sléttunum.

Guðmundur Kjartansson, 11.12.2011 kl. 16:45

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk fyrir gott innlegg Guðmundur- það er örugglega þarft verkefni að ræða meira opinskátt að það felst lítið réttlæti í því að einn stór arðræningi komi allri þjóðinni á vonarvöl eins og núna er að gerast. Það eina sem dugar er að fólk vakni til vitundar um hvernig í pottinn er búið og láti heyra í sér.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.12.2011 kl. 17:36

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Anna Björg,ég er svo sem ekkert betri að mér í skilgreiningu á Frjálshyggju,en Halldór,en er hjartanlega sammála þér,hafi félagshyggjufólk klínt þessu heiti á forvera sína,sem á að merkja vont,þá er þeirra hyggja hvað sem hún heitir verri.

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband