Davíð þjóðnýtti Glitni úr höndum bankaræningja

Þagar leitað var til Seðlabankans um lán til bjargar Glitnisbanka leit Davíð Oddsson á innviði sjúklingsins og sá að honum var ekki viðbjargandi, hann sýndi þjóðinni þau heilindi að neita bankanum um lán og það hugrekki að þjóðnýta bankann - sem var það eina rétta, í samræmi við: Sverð réttlætis er gagnlaust í hendi hugleysinga -

Fyrir það að þjóðnýta bankann var gerð aðför að Davíð Oddsyni, allt gekk út að hann hefði komið Glitni á hné. Raunveruleikinn er allur annar eins og flest allir vita og þingfest var í NY í dag: " Segir í málsskjölunum að hrun Glitnis árið 2008 megi að stórum hluta rekja til viðskipta Jóns Ásgeirs".


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, flott færsla.

Fyrir það að skattgreiðendur lögðu tugmilljarða  framlag inn í bankann, talaði eigandi hans, sem samt hafi samþykkt gjörninginn, um stærsta bankarán Íslandssögunnar og gjörsamlega eyðilagði þá aðgerð.

En á sama tíma var sem betur fer að koma í ljós að ekki var allt sem sýndist um eignarhald og lánastarfsemi bankans.

Í kjölfarið var gerð pólitísk aðför að bankastjórum SÍ sem hvergi á sér hliðstæðu.

Palli (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:13

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mikið rétt hjá þér. Ég tel Jón Ásgeir einn mesta bragðaref Íslandssögunnar. Hvað gerði hann keypti sér fjölmiðla og hvað gerðu þessir fjölmiðlar. Fólk var heilaþvegið af fréttum Jóns Ásgeirs um vonda manninn Davíð Oddsson. Er enn að virka í dag.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.5.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Óskar

Er nú verið að verja hrunkóng Íslands einu sinni enn, manninn sem setti heilan seðlabanka á hausinn.   ..Manninn sem gaf glæpamönnum Landsbankann, manninn sem lánaði Kaupþingi nokkur hundruð milljarða sem þjóðin þarf svo að borga, já náhirðin lætur ekki að sér hæða.

Óskar, 12.5.2010 kl. 00:23

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hvernig væri að þú hugleiddir Óskar hver setti í raun Ísland á hausinn. Hvaða glæpamenn voru það. Virtust þeir vera glæpamenn eru þeir keyptu bankana?. Voru þeir með óhreint sakavottortð? Aðeins að hugsa en ekki tala eingöngu í löngu úreltum þreyttum frösum sem þú hefur lært af öðrum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.5.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Svavar

Skilanefndinni sótti það mál sem er auðveldast að sanna og þyngsta refsing er veitt fyrir. USA er lítið fyrir að hlífa glæpamönnum. Það verður glæsilegt þegar þeir verða eftirlýstir á FBI og Interpol, eftir að búið er að gefa út handtökuskipun í USA. Framseldir beint frá UK til USA One way ticket.

Svavar, 12.5.2010 kl. 01:03

6 Smámynd: Óskar

Sólveig- já það angaði af Bjöggunum rússnesk mafíubjórlykt langar leiðir en samt ákvað Davíð vinur ykkar að "selja" þeim Landsbankann fyrir klink, banka sem þjóðin átti og var ágætlega rekinn.   Hvað fáum við í staðinn ,? jú ICESAVE sem er skilgetið afkvæmi sjálfstæðisflokksins í alla ættliði en samt hamast hann við að kenna öðrum um króann ásamt flestu öðru sem hruninu tengist.  Valhöll á auðvitað að fá reikninginn. 

Svavar, þetta mál í Usa er einkamál og einkamál í Usa leiða aldrei til fangelsisdóma svo þú getur hætt að láta þig dreyma um það.

Óskar, 12.5.2010 kl. 01:14

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Óskar þú hamast á að tala um Kaupþing og Landsbankann en ert í því að verja Glitni og þar með Jón Ásgeir. Af hverju?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.5.2010 kl. 01:35

8 Smámynd: Svavar

Óskar, þá er alveg vonlaust að fara í mál við þessa menn þar sem eignir þeirra eru engar skv. fréttum um daginn. Ég tel nú samt að ef SEC í USA fara að rannsaka þjófnað í New York uppá 2 milljarða USD þá verður gefinn út opinber ákæra. Annars yrði það örugglega í fyrsta sinn sem einhver kemst upp með að stela 2 milljörðum USD í USA og búið að upplýsa það almenningi. SEC og FBI kítlar örugglega í puttana að byrja að rannsaka þetta.

Svavar, 12.5.2010 kl. 01:38

9 Smámynd: Óskar

Sólveig endilega bentu mér á hvar ég er að verja Glitni og Jón Ásgeir.

Óskar, 12.5.2010 kl. 01:51

10 Smámynd: Svavar

PS. þá ber lögreglu og saksóknara í USA að rannsaka og kæra ALLA glæpi sem þeir verða uppvísir að hvort sem viðkomandi kærir eða ekki. Það er síðan dómara ( kviðdómur skipaður af bandarískum almennum ríkisborgurum)einum að ákvarða sekt eða sakleysi. Í þessu tilfelli þá er skilanefnd Glitnir búinn að kæra til Hæstaréttar New York ríkis í Manhattan (New york Suprime Court) skv. Rauters. Ég var að horfa á fréttir hérna úti og embættismenn voru handteknir fyrir að taka við 400 USD mútur og eiga þeir yfir höfði sér 8 ára fangelsi ef fundnir sekir. FBI var að vísu með tálbeitu og sönnunargögn nokkuð örugg.

Svavar, 12.5.2010 kl. 01:54

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Með því að minnast ekki á þá með glæpamönnum hinna bankanna s.b. færslur þínar hér að ofan. Þú minnist bara á Kaupþing og Landsbankann.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.5.2010 kl. 01:56

12 Smámynd: Svavar

Skv. Síðu www.SEC.gov þá eru algengustu brotinn sem geta startað rannsókn, ég tel að minnstakosti 3 brot á listanum og það ætti að næga til að hefja rannsókn.

Common violations that may lead to SEC investigations include:

  • misrepresentation or omission of important information about securities;
     
  • manipulating the market prices of securities;
     
  • stealing customers' funds or securities;
     
  • violating broker-dealers' responsibility to treat customers fairly;
     
  • insider trading (violating a trust relationship by trading on material, non-public information about a security); and
     
  • selling unregistered securities.

Svavar, 12.5.2010 kl. 02:04

13 identicon

Þú ert ekki með öllum mjalla kona (Anna bloggari það er að segja)

Ertu að upphefja Davíð Oddsson í þessu máli? Þessi staða hefði ALDREI komið upp ef Davíð Oddsson hefði ekki komið bönkunum úr ríkiseigu til "velvaldra" einstaklinga sem höfðu hrifið hann persónulega upp úr skónum fyrir lítinn aur. Og þar á eftir að fjársvelta Fjármálaeftirlitið!

Þá efast ég stórlega um að Davíð Oddsson hafi haft mikið að segja í Seðlabankanum enda ekki menntaður í fjármálum og átti aldrei að vera þar um borð. Hver sem er sem hefði verið að stýra Seðlabankanum hefði stöðvað bullið þegar kreppan skall á.

Vissulega var gerð aðför að Davíð Oddssyni þarna en það var kominn tími til að hann fengi eitthvað fyrir sinn snúð,  hann er einn af stóru sökudólgunum í því hvernig er komið fyrir Íslandi í dag

Ágúst Stefánsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 02:09

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Davíð gerði eflaust rétt með því að hafna Glitni um neyðarlán, en hann var ekki eins harður við hina bankana jafnvel þó þeir hafi verið álíka glæpsamlegir. Kaupþing fékk t.d. 80 milljarða í Evrum úr gjaldeyrisvarasjóðnum okkar... sem virðast svo hafa verið "lánaðir" áfram til aflandsfélaga, eftir að bankinn var kominn á hliðina, ef eitthvað er að marka gögn sem fylgja gæsluvarðahaldsbeiðni saksóknara. Svo var það að undirlagi Davíðs sem Landsbankinn var afhentur þú veist hverjum...

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2010 kl. 02:13

15 Smámynd: Dingli

Þegar leitað var til Seðlabankans um lán til bjargar Glitnisbanka leit Davíð Oddsson á innviði sjúklingsins og sá að honum var ekki viðbjargandi, hann sýndi þjóðinni þau heilindi að neita bankanum um lán og það hugrekki að þjóðnýta bankann - sem var það eina rétta, í samræmi við: Sverð réttlætis er gagnlaust í hendi hugleysinga -

JaaHá!  leit á innviðina og sá að sjúklingurinn var dauðvona. Hafði vit til að lána honum ekki krónu, segir sig sjálft, og svo hvað? Haldið ykkur nú fast, hugrekki til að láta skattborgarana kaupa tilvonandi lík á 80 miljarða! (man ekki nákvæma tölu).  Þrjúhundruð milljörðum (hærri upphæð en við munum á endanum borga í Ice. málinu) jós hann, í aðdraganda hrunsins í banka, sem hann segist hafa sagt ríkisstjórninni í heilt ár, að væru á leið í þrot. Hversvegna gerði hann þetta? Jú hann gerði ekki neitt. Ekki frekar en nokkur annar, nema eigendur bankana brugðust trausti. 

JÁ: Sverð réttlætis er gagnlaust í hendi hugleysinga - svo sannarlega.

Dingli, 12.5.2010 kl. 02:20

16 Smámynd: Dingli

Gleymdi: Hversvegna leyfði hann ekki tilvonandi hræi að drepast, hversvegna að þjónýta tapið? Hvaða vinum var hann að reyna að redda? Landsbankanum?

Dingli, 12.5.2010 kl. 02:26

17 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Seðlabankinn lánaði kaupþing 80milljarða gegn veði í FIH bankanum í Danmörku (sem var mjög gott veð) sem ætti nú að vera í eigu okkar Íslendinga, en sennilega eru skilanefndirnar búnar að klúðra því eins og öllu sem þær gera, í skilanefndunum er mesta spilling sem umgetur í Íslandssögunni, mikklu meiri en í aðdraganda hrunsins!! Hvað varðar Jón Ásgeir og aðra fjármála plebba þá vona ég að þeir verði dæmdir og hljóti refsingu við hæfi, en ég ætla ekki að dæma þá af líkindum, eða taka menn af lífi án dóms og laga eins og allur blogg heimurinn er að gera.

Óskar Ingi Gíslason, 12.5.2010 kl. 04:11

18 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Glitnir hafði ekkert til að veðsetja annnað en bílasamninga og þannig drasl, því var  Íslenska ríkið nauðbeigt til að yfirtaka þessa vonlausu fjármálastofnun sem Glitnir var til að vernda innlendar innistæður. Hvað varðar Landsbankann og Icesave þá er það stórasta klúður Íslandsögunnar í boði  VG forsetalufsunar sem talaði máli þeirra til dauðadags. Dabbi var alltaf á móti þessari útrásarvitleysu, svo það er ekki hægt að kenna honum um allt sem miður fer þótt kallinn sé með helvíti breitt bakog hefði átt að gera betur í sínu starfi sem seðlabankastjóri, en ég er þess fullviss að hann vann að heilindum og eftir bestu samvisku (mögulega var hann ekki með menntun til að stjórna seðlabankanum), en það voru 2 aðrir seðlabankastjórar með honum annar þeirra var umsvifalaust ráðin til Finnlands vegna hæfni í starfi, einhverjar spurningar???. Getur einhver nefnt mér hvar hann Davíð hefur gerst spilltur eða brotið lög???

Óskar Ingi Gíslason, 12.5.2010 kl. 04:40

19 Smámynd: Svavar

Vitiði ég á bara ekki orð yfir ástandinu á Íslandi. Stjórnamálastéttin, bankarnir, eftirlitið, stofnanir og stærstu fyrirtæki landsins eru gersamlega sýkt. Þegar maður hugsar út í þetta þá spyr maður sjálfan sig er hægt að breyta þessu ? Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég ekki. Ég hef þá tilfinningu að kerfið ráði ekki við álagið. Það þarf að hreinsa svo mikið. Ég bý sjálfur í USA og þar er verið að handtaka spillta embættismenn fyrir 400 USD og annar var handtekinn hann var forstjóri ríkisstofnunar og tók eitt flat sjónvarp heim af þeim tæplega 500 sem voru pöntuð. Bókhaldið hjá Miami var allt skoðað og gerðar athugasemdir á 26 USD úttekt á visakort til að kaupa hundaól. Ástandið er skelfilegt á Íslandi og ég vona bara vona að það verði hægt að hreinsa til. Þó það væri bara til að efla réttlætiskennd íslendinga.

Svavar, 12.5.2010 kl. 05:17

20 Smámynd: Dingli

Þjófnaður á auðlind auðlindana lífríki hafsins, þjófnaðurinn á bönkunum, gerði íslenslendinga að vildarvinum stríðsglæpa í þjónkun sinni við hermangið. LÍÚ,(sem er enn að) bankarnir og Ísl. Aðalverktakar mokuðu svo fé í flokkinn. Telur svo ekki Rannsóknar-skýrslan, hann sekan um embættisafglöp? Þetta flaug mér til hugar í augnablikinu, sem það, sem mjög mörgum löndum þínum finnst blasa við. Þér þó greinilega ekki. Aðrir geta svo án efa talið margt annað upp, en eigum við ekki að telja kall ugluna saklausa, þar til annað sannast.

Dingli, 12.5.2010 kl. 05:30

21 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Svavar, er hjartanlega sammála þér, vonandi tekst að gera Ísland að trúverðugu ríki aftur. Það sem fer verst í mig er reiði fólksins og það sérstaklega í blogg(bull) heiminum sem heldur að það geti tekið menn af lífi án dóm og laga. Ég vil t.d ekki að forsætis- og fjármála- ráðherrar tjái sig um einstaka glæpamenn bara til að sefa reiði fólks, en því miður það er það sem er að gerast á Íslandi í dag. Fólk hefur frelsi til að tjá sig, en áttar sig kanski ekki á því að frelsi fylgir ábyrgð!!!

Óskar Ingi Gíslason, 12.5.2010 kl. 05:39

22 Smámynd: Svavar

Óskar, takk fyrir ég stofnaði bloggið í dag í tilefni á þessari kæru í USA. Það vekur þó von um að réttlætið nái yfir ALLA. Ef þeir frömdu þá glæpi sem þeim er gefið að sök þá verða þeir dæmdir í USA. Á meðan á fólk ekki að dæma enda er það ekki í okkar höndum að gera það. Ég verð þó að afsaka íslendinga en þeir hreinlega bera ekki traust til dómstóla né kerfissins til að taka á málunum. Núna síðast dómsmálaráðherra en hún benti á misræmi milli dóma. Lögfræðingabubbi fékk 3.5 millj. fyrir að verða fyrir óþægindum en 3 stelpur fengu samanlagt 3,5 millj. fyrir að vera skipulaglega nauðgað. 4 strákar voru dæmdir í USA fyrir nauðgun fyrr í vetur sá sem var yngstur 15 ára hjálpaði til við rannsóknina og varð það til þess að hann fékk mildari refsingu eða 50 ár án skilorðs hinir voru dæmdir í lífstíð án skilorðs.

Svavar, 12.5.2010 kl. 05:57

23 Smámynd: Dingli

Svavar, athugaðu svo eitt. Ef svona kallar eru eignalausir þá borga saklausir skattgreiðendur bæturnar. Væri ekki ráð að planta svona drullu delum upp í fjall með stálkúlu hengda í bibbann, og láta þá mylja þar grjót með buffhamri fyrir skuldinni. 

Dingli, 12.5.2010 kl. 06:14

24 identicon

Hvað Davíð varðar, þá er hann eftir allt mannlegur. En það þýðir ekki að hann geti sloppið undan ábyrgð. Hann stjórnaði landinu í 15 ár, og var þar á eftir seðlabankastjóri, og hann getur því miður ekki komist undan ábyrgð með því að segja að hann "hafi ekki getað gert neitt", eða "enginn hlustaði á mig". Hann hefði bara átt að öskra hærra, en eins og fram kom í rannsóknarskýrslunni þá getur hann öskrað á suma. Hans fortíð í pólitík og hatur á ákveðunum pólitískum einstaklingum er kannski skiljanlegur, en þrátt fyrir það þá verður ríkisstjórnin að geta unnið saman með seðlabankastjóra landsins. Hann var vitlaus maður á vitlausum stað, sem endaði á því að taka vitlausar ákvarðanir. Hér eru nokkur lykilmistök seðlabankans undir stjórn Davíðs:

- Þeir gleymdu þeir að framlengja 500 millj. evru lánalínu!!

- Þeir lánuðu bönkunum 300 milljarða með engin raunveruleg veð (ástarbréfin)!!

- Þem mistókst að stoppa ruglið, sem þeir hefðu getað gert á margvíslegan hátt. T.d. með því að krefja hærra lausafjárhlutfalls. Eða t.d. benda á að allt væri að fara til fjandans, í stað þess að fara í sjónvarpið og segja að allt sé með feldu.

- Persónulegar deilur milli ráðherra of seðlabankastjóra gerði þeim erfiðara um vik að glíma við vandamálin.

Þetta er allt hægt að lesa út úr rannsóknarskýrslu alþingis. Þar að auki þá finnst mér einnig að setning gjaldeyrishaftana hafi verið hræðileg mistök, sem gera kreppuna á Íslandi lengri en í öllum öðrum Evrópulöndum. Þar að auki, þá virðast hagfræðingar vera að gera sér grein fyrir því að verðbólgumarkmiðs kenningin sé mjög slæm í vissum tilfellum. Þar með talið á íslandi. Þeir hefðu átt að lækka vexti um leið og allt hrundi! En það er svo sem alltaf hægt að vera vitur eftir á.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 06:58

25 identicon

Sorry en þetta hefur ekki nein áhrif á það að DO fokkaði algerlega upp hlutverki sínu... sem og alþingi, embættismenn, fjórflokkar...

Við skulum ekki detta í gryfju rugls og bulls með því að segja að vegna þess að þessi X var svo vondur að því sé Y bara góður...

DO er sekur um ofurvanrækslu.... ofl ofl

Sorglegasta í þessu öllu saman er að við vorum rænd af FÁVITUM... já þessir útrásarvitleysingar eru FÁVITAR... enn sorglegra er að alþingishúsið er fullt á FÁVITUM...

Ísland mun aldrei ná sér á strik á meðan við látum FÁVITA stjórna...

DoctorE (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:01

26 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Glitnis banka var ekki viðbjargandi og nokkuð ljóst að stærsta hlutinn myndi lenda á ríkinu- almenningi en með því að þjóðnýta bankann var komið í veg fyrir gjaldþrot bankans og "svartan mánudag". Ef það hefði gerst hefðu þúsundir einstaklinga og fyrirtæka misst allt sitt og orðið í raun gjaldþrota í einu vetfangi.

Það þýðir ekkert að fara langt aftur í tímann og segja að þessi staða hefði aldrei komið upp ef Davíð og hinir og þessir hefðu aldrei selt bankanna.- Reglugerðarverk EES samningsins og fjármálalaga gloppur gerðu mönnum kleift að tæma bankanna. Jón Ásgeir hélt ég að hefði keypt sig inn sem hluthafi sem og fleiri og náð þannig völdum. Ef einhver selur bíl og nýi eigandinn er kominn í þá stöðu að geta notað bílinn til að fremja bankarán er glórulaust og rangt að gera seljanda bílsins ábyrgan tel ég - þó vissulega megi deila um það. Þessir menn virðast vera helsjúkir peninga- og valdafíklar og fíklar svífast einskis - er ekki nokkuð víst að þeir munu halda áfram á sömu braut ef engin stöðvar þá.

Anna Björg Hjartardóttir, 12.5.2010 kl. 11:01

27 Smámynd: ThoR-E

Setti hann ekki 300 milljarða í Kaupþing ?? sem síðan var skipt á milli eigenda og stjórnenda bankans í stað þess að reyna að bjarga honum.....var það eitthvað betra?

Síðan má ekki gleyma því að þetta er maður sem á stóran þátt í því að Seðlabanki Íslands fór á hausinn, sem er einsdæmi í sögunni.

Við skulum nú ekki fara fram úr okkur hérna, það er án efa margt sem á eftir að koma í ljós við rannsókn hrunsins.

ThoR-E, 12.5.2010 kl. 15:33

28 Smámynd: ThoR-E

þetta átti að vera evrur, en voru víst 500 milljónir evra.

ThoR-E, 12.5.2010 kl. 15:38

29 identicon

Mikið djöfulli voru við heppin að það gleymdist að framlengja lánalínuna Bjarni!

itg (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:21

30 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð færsla hjá þér. Það er ánægjulegt þegar einhver finnst hér sammála manni um ágæti Davíðs Oddssonar. Barátta hans fyrir almenning hefur verið afvegafærð vegna djúprar öfundar yfir hæfileikum hans og næmni á þjóðarsálina. Jóhanna og Steingrímur t.d. kunna bara að nöldra. Að telja kjark í þjóðina er langt frá þeirra getu.

Jón Ásgeir er líklega versti athafnamaður Íslands frá örófi alda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 12:52

31 identicon

Kæri Heimir

Ég er alveg sammála því að Jón Ásgeir hafi gert hræðilega hluti, og eigi að vera sóttur til saka fyrir afbrot sín. En Davíð var því miður einnig sekur um alvarlega vanrækslu í starfi. Maður má heldur ekki gleyma því að hrunið var ekki einhverjum einum manni að kenna, heldur mörgum og mismikið. Að einhverju leyti þá var hrunið íslendingum almennt að kenna, því flest fólk trúði á "útrásina" og aðra áhrifamenn í pólitík og seðlabankanum. Það var hins vegar þannig að sumir höfðu meiri völd en aðrir, og Davíð Oddson var einn þeirra. Ég er viss um að hann hafi meint vel, en það réttlætir ekki þau mistök sem voru gerð! Ef maður er í ábyrgðarfullu starfi, eins og t.d. starfi seðlabankastjóra, þá verður maður að geta axlað ábyrgð!! Því miður þá hefur Davíð átt erfitt um vik með að viðurkenna sína eigin ábyrgð í hruninu.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband